Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Kynleiðrétting

Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.

Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.

Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.

Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.

Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Lesa meira
Þagnarskylda

Þagnarskylda þýðir að það má ekki segja öðrum
frá persónulegum hlutum um mig.

Ef einhver þarf að fá upplýsingar um mig eru reglur um það.

Lesa meira
Her

Í her eru margir hópar af her-mönnum.

Her-maður er manneskja sem er þjálfuð í að berjast í stríði.

Hermaður hefur lært að nota vopn.
Til dæmis byssur og sprengjur.
Og hermaður hefur lært að nota tæki.
Til dæmis flugvél og skriðdreka.

Hermaður er hluti af hópi með öðrum hermönnum.

Oft eru margir hópar
og í hverjum hópi eru margir hermenn.
Saman mynda allir þessir hermenn
það sem við köllum her.

Lesa meira
Þjálfun

Þjálfun er þegar okkur er kennt eitthvað nýtt.

Þjálfun er líka þegar við æfum okkur
til að verða betri í einhverju.
Þjálfun er líka svo kunnum áfram það sem við kunnum.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

19.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögur að endurskoðuðum greinasviðum aðalnámskrár grunnskóla
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, 864. mál
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (reglugerðarheimild), 772 mál.Umsögn Landssamtakanna Þr
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (tannheilbrigðisþjónusta fyrir börn, aldra&et