Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Innflytjandi

Manneskja sem býr í nýju landi.

Lesa meira
Hinsegin

Orðið hinsegin er sagt um fólk
sem finnst það ekki passa
við það sem sam-félagið segir
um kyn, kynvitund eða kynhneigð.

Hér eru dæmi um hvenær við notum orðið hinsegin:

  • Þegar karl elskar annan karl.
    Það heitir að vera hommi eða samkynhneigður.
  • Þegar kona elskar aðra konu.
    Það heitir að vera lesbía eða samkynhneigð.
  • Þegar manneskja elskar bæði konur og karla.
    Þá er manneskjunni sama um kyn þeirra sem hún elskar.
    Það heitir að vera tví-kynhneigð eða pan-kynhneigð.

Orðið hinsegin er líka notað um trans fólk.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“ eða „hér er fædd lítil stúlka“.

Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.

Að vera trans er kallað að vera kynsegin.


Samtökin 78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi.

Regnboginn er tákn fyrir hinsegin samfélagið.
Fólk setur oft upp regnboga-fánar til að styðja hinsegin fólk.

Lesa meira
Gæði

Þegar við segjum að eitthvað sé vel gert
eða ekki vel gert
erum við að tala um gæði.

Lífið er betra þegar gæði eru mikil.

 

Mikil gæði þýðir að eitthvað er mjög vel gert.
Lítil gæði þýðir að eitthvað er ekki vel gert.

Ef við vitum að eitthvað er í litlum gæðum
viljum við kannski ekki velja það
heldur eitthvað betra.

Til dæmis getum við valið okkur uppáhalds kaffihús.

Þetta er cappuccino kaffidrykkur.

 

  • Kannski er kaffið það besta sem við höfum smakkað.
  • Mikil gæði á kaffinu.
  • Eða starfsfólkið svo skemmtilegt og man alltaf pöntunina okkar.

  • Mikil gæði á þjónustunni.
  • Eða það er alltaf þægilegt að panta og finna gott borð.
  • Mikil gæði í aðgengis-málum.

Hér getum við sagt:
Á þessu kaffihúsi eru mikil gæði.

Stundum eru verðlaun fyrir mikil gæði.
Til dæmis verðlaun fyrir þjónustu eða mat
eða fyrir bækur og bíómyndir.
Það getur hjálpað okkur að velja það sem hentar okkur best.

Lesa meira
Persónulegur talsmaður

Ef þú átt erfitt með að segja hvað þú vilt
og hvað þér finnst
getur þú fengið persónulegan talsmann.

Persónulegur talsmaður þekkir þig
og skilur hvað þú þarft og hvað þú vilt.

Þú hefur áhrif á allar ákvarðanir
og ræður hvort þú samþykkir eða ekki.
Persónulegur talsmaður þinn á að gera allt í samráði við þig.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

19.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögur að endurskoðuðum greinasviðum aðalnámskrár grunnskóla
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, 864. mál
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (reglugerðarheimild), 772 mál.Umsögn Landssamtakanna Þr
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (tannheilbrigðisþjónusta fyrir börn, aldra&et