Fara í efni
Malawi

Samstarfsverkefni Þroskahjálpar og FEDOMA
(Federation of Disability Organization in Malawi)
til að auka menntun og samfélagsþáttöku
fatlaðra barna í Mangochi-héraði í Malawi

Landssamtökin Þroskahjálp hafa hlotið styrk
frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
til þess að styðja við menntun og samfélagsþátttöku
fatlaðra barna í Mangochi-héraði í Malawi.

Verkefnið er unnið í samvinnu við FEDOMA,
samtök fatlaðs fólks í Malawi.

Hluti verkefnisins er stuðningur við starfsemi þeirra á svæðinu.

FEDOMA
Federation of Disability Organisations
in Malawi

FEDOMA eru regnhlífarsamtök fatlaðs fólks í Malawi
– stýrt og stjórnað af fötluðu fólki.
Samtökin vinna með stjórnvöldum í Malawi
að því að móta og innleiða stefnur um réttindi fatlaðs fólks.


Samtökin leggja mikla áhersla á fötluð börn
og snemmtæka íhlutun með fræðslu og vitundarvakningu.
Samtökin styðja mæður til að veita
fötluðum börnum sínum umönnun og þjálfun.

Fatlað fólk í Malawi býr við
einhverjar erfiðustu aðstæður
sem hugsast getur.

Vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 hefur haft
og mun hafa á efnahag þjóða má telja víst
að staða fatlaðs fólks verði enn erfiðari á næstu árum.

Aðstæður í Malawi
Meira en tveir þriðju hlutar þjóðarinnar
býr við örbirgð (extreme poverty).


Aðeins 8% barna á aldrinum 6-23 mánaða
eru á viðunandi mataræði
sem stuðlar að eðlilegum vexti og þroska.Í Malawi er hlutfall fatlaðs fólks hærra en gengur og gerist
vegna vannæringar og erfiðra aðstæðna við meðgöngu og fæðingu.


37% barna í Malawi búa við vaxtarskerðingu
(eru of lágvaxin miðað við aldur).
Þetta eru áherslumál FEDOMA samtakanna.
Þau vinna að því að skapa samfélag án aðgreiningar.

Markmiðið með samstarfi
Þroskahjálpar og FEDOMA:


Auka þátttöku fatlaðra barna
í skólastarfi og samfélagi
Stuðla að vitundarvakningu
um réttindi fatlaðs fólks
Efla almenna þekkingu
á málefnum fatlaðs fólks
Tengja saman lykilaðila
sem bera ábyrgð á þjónustu
við fatlað fólk
Stuðla að samfélagi
án aðgreiningar
Skiptast á
dýrmætri reynslu,
innsýn og þekkingu

Staða fatlaðs fólks í Malawi
Fatlað fólk er mjög líklegt til að búa við mismunun
og því miður oft útskúfun.Mikill skortur er á hvers konar hjálpartækjum fyrir fatlað fólk.Fötluð börn eru mun líklegri til þess að alast upp við fátækt
þar sem feður treysta sér ekki í uppeldishlutverkið
og yfirgefa fjölskylduna.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
hefur verið fullgiltur en
talsvert vantar upp á eftirfylgni.
Verkefnisstjórn í Mangochi


Simon Munde
Framkvæmdastjóri hjá FEDOMA

Anna Lára Steindal
Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp

Albert Mwase
Svæðisstjóri FEDOMA í Mangochi

Charles Chikwewe
Sérkennari í Mangochi

Clara Njawala
Sérfræðingur á menntaskrifstofu Mangochi


Samningur Sameinuðu þjóðanna
leggur okkur skyldur á herðar
um að verja réttindi fatlaðs fólks
allsstaðar


32. grein samningsins fjallar um þróunarsamvinnu
og alþjóðlegt samstarf:

1. Aðildarríkin viðurkenna mikilvægi alþjóðlegs samstarfs
og eflingu þess til stuðnings innlendum aðgerðum
til þess að tilgangur og markmið samnings þessa
megi verði að veruleika og munu gera viðeigandi
og árangursríkar ráðstafanir hvað það varðar milli og meðal ríkja
og, eftir því sem við á, í samvinnu við hlutaðeigandi alþjóða-
og svæðisstofnanir og borgaralegt samfélag,
einkum samtök fatlaðs fólks.Slíkar ráðstafanir gætu meðal annars tekið til þess:

a) að tryggja að alþjóðlegt samstarf,
þar á meðal alþjóðlegar þróunaráætlanir,
nái til fatlaðs fólks og sé því aðgengilegt

b) að greiða fyrir og styðja uppbyggingu þekkingar og getu,
þar á meðal með því að skiptast á og miðla upplýsingum,
reynslu, þjálfunaráætlunum og bestu starfsvenjum […]Svipmyndir af vettvangi

Samstarfsaðilar í Mangochi í réttindabaráttu
á alþjóðlegum degi fatlaðs fólks, 3. desember 2021.

Útskrift úr einum leikskólanna
sem íslenska þróunarsamvinnan styður.

Hreinlætisaðstaða fyrir fötluð börn.
Því miður stunda engin fötluð börn nám í skólanum.

Albert, svæðisstjóri FEDOMA
við leikskólann Dream Nursery,
sem tekur þátt í samstarfsverkefninu.

Þó aðgengi að byggingum sé víða gott
hefur fatlað fólk ekki aðgengi að hjálpartækjum.
Rampar standa því ónotaðir.

Fyrir ungar mæður fatlaðra barna í Mangochi
eru úrræði af skornum skammti.
Þær reiða sig á stuðning og reynslu
annarra mæðra fatlaðra barna,
auk leikskóla sem studdir eru af FEDOMA.

Mæður fatlaðra barna í Mangochi
tóku virkan þátt í þróun verkefnisins.

Börn í frímínútum.

Til að auðvelda samstarf við skóla í þorpum Mangochi
keypti Þroskahjálp mótorhjól fyrir starfsmann FEDOMA á svæðinu.
Simon Munde, framkvæmdastjóri FEDOMA,
afhenti starsfmanninum mótorhjólið.

Starfsmaður FEDOMA beitti sér fyrir því,
í samstarfi við héraðsyfirvöld í Mangochi,
að þessi blindi drengur fengi viðeigandi skólavist.

Stúlka sem fékk hjólastól í gegnum samstarf FEDOMA
og héraðsyfirvalda í Mangochi.
Alvarlegur skortur er á nauðsynlegum hjálpartækjum í Mangochi
sem hamlar skólasókn fatlaðra barna,
enda þarf oft að fara um langan veg í skólann.


1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11„Heimsmarkmiðin munu aldrei nást
nema með fullri þátttöku allra,
þar með talið fatlaðs fólks.

Við höfum ekki efni á að hunsa
eða jaðarsetja framlag
1,5 milljarða manna.“


António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmiðin og fatlað fólk

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun voru samþykkt
af fulltrúum allra aðildarríkja
Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015.

Öll eru markmiðin samtengd og sett fram með loforðinu
um að skilja engan eftir.

En því miður sýna rannsóknir að fatlað fólk gleymist oft
við innleiðingu markmiðanna sem tekur ekki mið af þörfum þess.Fatlað fólk er langtum líklegra til að búa við fátækt
og skert tækifæri á öllum sviðum.

Þess vegna hefur fatlað fólk miklu minni möguleika en aðrir
til að vera þátttakendur í samfélagi, eins og það á rétt á
samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.


Þessu viljum við breyta.

Þess vegna starfa Þroskahjálp og FEDOMA saman,
þvert á lönd og álfur, að því að auka möguleika
og þátttöku fatlaðs fólks í þróunarstarfi
og innleiðingu heimsmarkmiðanna.

Merki Þroskahjálpar, Utanríkisráðuneytis, og FEDOMA

Fréttir frá Þroskahjálp

16.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007 (bifreiðastyrkir), 145. mál
27.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um dánaraðstoð, 771. mál
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta), 728. mál
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Geðhjálpar og Þroskahjálpar um breytingar á réttindagæslulögum (réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn)
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að frumvarpi um inngildandi menntun