Fara í efni
Innrás í Úkraínu - Auðlesið mál
Innrás í Úkraínu.

Í febrúar 2022 réðst
her frá Rússlandi
inn í Úkraínu.

Forseti Rússlands hafði
skipað her Rússlands

að gera þessa innrás.

Hermenn frá Úkraínu fóru
að verjast þessari innrás.

Af því her frá Rússlandi
gerði innrás þá varð stríð.

 
Landamæri

Þegar við skoðum landakort sjáum við
að lönd heimsins
eru allskonar í laginu.

Land getur verið stórt
og það getur verið lítið.

Ef land er eyja er sjór
allt í kring.

Eyja. Sjór er allt í kring.

Ef land er við hliðina á öðru
landi
er teiknuð lína á milli þeirra.

Þessi lína er kölluð landamæri.

Landamæri eru þar sem
lönd snertast.

Þessi lönd eru hlið við hlið.

Á milli þeirra eru landamæri.

Landamæri eru niðri á jörðinni

og þau ná líka upp í loftið.

Það þýðir að flugvélar þurfa
leyfi
til að fljúga yfir landamæri annars lands.

Landamæri eru niðri
á jörðinni
og þau ná
líka upp í loftið.

Öll lönd ráða sínum
eigin landamærum.

Það þýðir að þau ráða
hver fær að koma
yfir landamærin þeirra.

Það þýðir líka að þau
ráða ekki
landamærum
sem önnur lönd eiga.


Lönd geta sett reglur um
sín landamæri.

Þau geta leyft allskonar
og bannað allskonar.

Lönd geta sett reglu um
að allt fólk
sem kemur í flugvél
verði að sýna vegabréf.

Lönd geta beðið allt fólk
sem heimsækir landið
að sýna vegabréf.

Innrás í Úkraínu

Aðal-atriðin

Í febrúar 2022 réðst her
frá Rússlandi
inn í Úkraínu.

Forseti Rússlands hafði skipað

her Rússlands að gera
þessa innrás.

Hermenn frá Úkraínu
vörðust þessari innrás.

Af því her frá Rússlandi
gerði innrás
þá varð stríð.

Her frá Rússlandi
réðst inn í Úkraínu.

Hvað gerðist fyrst?

Áður en rússneski herinn
réðst inn í Úkraínu

var forseti Rússlands
búinn að segja frá því.

Hann sagði að her Rússlands
væri tilbúinn
að ráðast
inn í Úkraínu.

Forseti Rússlands sagði:

her Rússlands er tilbúinn

að ráðast inn í Úkraínu.

Fólk sá mörg þúsund rússneska
hermenn
við landa-mæri
Rússlands og Úkraínu.

Fólk sá að rússnesk yfirvöld
voru að senda
vopn og her-tæki
til hermanna sinna.

Rússland sendi her-menn
og her-tæki
á landamæri
Rússlands og Úkraínu.

Þá fór her Úkraínu að undirbúa
sig
fyrir innrás frá her Rússlands.

Her Úkraínu fór að
undirbúa sig
fyrir
innrás frá her Rússlands.

Þegar her Rússlands
réðst inn í Úkraínu
var byrjað stríð.
 

Stríðið

Hermenn notuðu byssur, flugvélar og her-skip í árásir.
Hermenn skutu með byssum
á hermenn.

Hermenn frá Rússlandi
flugu flugvélum
og sendu
sprengjur á Úkraínu.


Hermenn frá Rússlandi sigldu
her-skipum
og skutu á Úkraínu.

Hermenn notuðu flugvélar
til að skjóta á aðrar flugvélar.


Hermenn frá Rússlandi hafa
skotið hermenn frá Úkraínu.

Hermenn frá Úkraínu hafa
skotið hermenn frá Rússlandi.


Hermenn frá Rússlandi
hafa líka skotið fólk
sem er ekki hermenn.

Hermenn frá Rússlandi
hafa sent sprengjur
á heimili og leikskóla.


Orðskýring: Stríð og her
Stríð

Stríð er orð sem við notum
þegar manneskjur
berjast
með vopnum.

Í stríði eru tveir eða fleiri hópar
að berjast.
Það eru margar
manneskjur í hverjum hópi.

Stríð getur verið á milli landa.

Stríð getur verið á milli
tveggja hópa í sama landinu.

Þegar lönd fara í stríð
er sagt að löndin
sendi herinn sinn í stríð.


Her

Í her eru margir hópar
af her-mönnum.

Her-maður er manneskja
sem er þjálfuð í að berjast
í stríði.

Hermaður hefur lært að
nota vopn.
Til dæmis byssur
og sprengjur.

Og hermaður hefur lært að
nota tæki.
Til dæmis flugvél
og skriðdreka.


Hermaður er hluti af hópi

með öðrum hermönnum.

Oft eru margir hópar

og í hverjum hópi eru
margir hermenn.

Saman mynda allir
þessir hermenn
það sem
við köllum her.

Hermaður er hluti af hópi

með öðrum hermönnum.

Þeirra hópur er einn
af mörgum hópum.

Saman mynda allir
þessir hópar her.

Flótti

Stríðið er hræðilegt
og hættulegt.

Fullt af fólki meiðist mikið
eða deyr.

Ekki bara hermenn.
Líka fólk sem er ekki hermenn.


Stríðið gerir fólk í Úkraínu
mjög hrætt.
Þau eru hrædd
að vera á heimilinu sínu.

Þau þora ekki að vera
í landinu sínu.

Þeim finnst hættulegt að vera
þar sem er stríð.
Þeim finnst öruggara að fara alla leið til annars lands.


Þetta kallast að flýja.


Að flýja er þegar fólk fer
frá hættulegum stað
á stað
sem þeim finnst vera öruggur.

Fólk í Úkraínu er að flýja stríðið
því þau vilja vera örugg.

Það er hræðilegt að þurfa
að flýja landið sitt
vegna stríðs.


Hvert getur fólk

í Úkraínu flúið?

Úkraína er nálægt mörgum
löndum.
Þau eiga landamæri
saman.

Þessi lönd opnuðu landamæri
sín
fyrir fólkið í Úkraínu.

Löndin sögðu við fólkið
í Úkraínu:
þið eruð velkomin.

Og löndin sögðu við fólkið
í Úkraínu:
þið fáið að vera
örugg hjá okkur.

Mörg lönd opnuðu landamæri
sín
fyrir fólkið í Úkraínu.

Löndin buðu fólk
í Úkraínu velkomið.

Mjög margt fólk er að flýja
Úkraínu.
Bílar eru í svo langri
röð á vegunum
að fólk
fer úr bílnum sínum.

Fólkið þarf að skilja bílinn eftir

og ganga alla leiðina.

Þetta eru fjölskyldur.

Fullorðið fólk, ungt fólk,
gamalt fólk,
unglingar, lítil börn.

Líka nágrannar sem hafa
flúið saman í bíl.

Bílar eru í svo langri röð
á vegum
að fólk
fer úr bílnum sínum.

Það skilur bílinn eftir
og gengur alla leiðina.

Það eru langar biðraðir
á landamærum
annarra landa.

Þar er mjög margt fólk
frá Úkraínu.

Þau eru öll að flýja stríðið.

Það eru langar biðraðir

á landamærum Úkraínu
og annarra landa.

Fatlað fólk
og stríð

Stríð er hræðilega erfitt fyrir fatlað fólk.

Þegar það er send hjálp
og aðstoð til fólks í stríði

gleymist mjög oft
að hugsa um fatlað fólk.


Fatlað fólk hefur verið
skilið eftir
þegar fólk
þarf að flýja heimili sitt.

Fatlaða fólkið eru þá
ein á heimili sínu

eða ein í bænum sínum.

Þau eru ekki með vatn
og ekki með mat.

Það er enginn hjá þeim.

Þau geta ekki flúið stríðið

og geta dáið vegna þess.

Fatlað fólk er oft skilið eftir
þegar fólk þarf að flýja
heimilið sitt.

Fatlað fólk kemst stundum
á hjálpar-svæði
fyrir fólk
sem hefur þurft að flýja stríð.

Þar er mjög erfitt fyrir
fatlað fólk að fá lyf

og læknishjálp.


Fólk sem getur ekki gengið
kemst ekki á klósettið.

Blindir fá enga aðstoð
við að finna mat.

Fólk fær ekki hjálp
við að baða sig

eða rata á nýjum stað.


Þroskahjálp vinnur með
samtökum fatlaðs fólks

í Úkraínu við að hjálpa
fötluðu fólki
að fá læknishjálp
og mat og að komast
á öruggan stað.


Þroskahjálp tekur þátt
í peninga-söfnun
fyrir
fatlað fólk í stríðinu í Úkraínu.

Fatlað fólk notar þennan
pening
til að kaupa lyf og mat
og aðra nauðsynlega hluti.


Peningurinn er sendur
til fatlaðs fólks á flótta

og fatlaðs fólks
sem kemst ekki burt.


Viðbrögð heimsins
Forsetar, ríkis-stjórnir
og fólk
mótmælir stríðinu.

Fólki í öðrum löndum fannst
hræðilegt
að forseti Rússlands
hafi skipað
hermönnum
frá Rússlandi að ráðast
inn í Úkraínu.

For-setar og ríkis-stjórnir
í mörgum löndum
sögðu
forseta Rússlands að þau vildu

að hann stöðvaði stríðið.


Í mörgum borgum hefur
ótal-margt fólk
farið út á götu
með skilti með skilaboðum.

Fólkið er með risa-stór mótmæli gegn stríðinu.


Fólk í Rússlandi mótmælti líka.

Fólk í Rússlandi vildi ekki
þetta stríð.

Það var forseti Rússlands
sem vildi stríðið
og skipaði
hernum að gera innrás í Úkraínu.

Fólk í mörgum borgum
er með
risa-stór mótmæli
gegn stríðinu.

Forseti Rússlands segir:
Ekki skipta
ykkur af.

Forseti Rússlands sagði
að stríðið myndi ekki hætta.

Hann sagði að heimurinn ætti
ekki að skipta sér af.


Forseti Rússlands varaði
heiminn við:

hann sagði að her Rússlands
myndi ráðast á öll lönd

sem senda herinn sinn
til að hjálpa Úkraínu.


Mörg lönd eru búin
að loka fyrir

allskyns þjónustu
til Rússlands.

Forsetar og ríkis-stjórnir
í mörgum löndum
vilja ekki
að Rússland sé í stríði
við Úkraínu.

Þau vilja stöðva stríðið
og þau vilja hjálpa Úkraínu.

Þau geta ekki notað herinn sinn
því þau vilja ekki fara sjálf í stríð.

En þau geta notað aðrar aðferðir
til að hjálpa Úkraínu.


Bankar í mörgum löndum
hafa lokað
á peninga
frá Rússlandi.

Þá geta fyrirtæki í Rússlandi
ekki
sent peninga til útlanda,

til dæmis ef fyrirtækin
vilja
kaupa vörur frá útlöndum.

Og fyrirtæki í Rússlandi geta ekki
fengið peninga senda
frá útlöndum,
til dæmis ef fólk
í öðrum löndum
vill kaupa
af þeim vörur.

Þegar bankar loka svona
á peninga
frá Rússlandi
tapar Rússland
mjög
miklum peningum.

Bankar í mörgum löndum

hafa lokað á peninga
frá Rússlandi.

Mörg lönd hafa

lokað á flugvélar

frá Rússlandi.

Mörg lönd hafa bannað
rússneskum
flugvélum
að fljúga yfir landamærin.

Og flugvellir í þessum löndum
hafa bannað
rússneskum
flugvélum að lenda.

Þegar rússneskar flugvélar
mega ekki
fljúga til margra landa

verða flugfélög að hætta
við flugferðir.

Fólk getur ekki ferðast
frá Rússlandi
og ekki
til Rússlands.

Mörg lönd banna
rússneskum flugvélum

að fljúga yfir landamærin.

Mörg fyrirtæki
eru hætt
að selja
vörurnar sínar
í Rússlandi.

Þessi fyrirtæki vilja ekki
selja vörur sínar
í landi
sem gerir innrás í annað land.
Fyrirtækin hafa lokað
búðunum sínum í Rússlandi

og tekið vörurnar sínar burt.

Þetta eru fyrirtæki sem gera
til dæmis
föt og skó, síma
og tölvur, flugvélar og bíla.

Líka klósettpappír og plástra.

Mörg fyrirtæki eru
hætt
að selja vörurnar sínar
í Rússlandi.

Það þýðir að á meðan forseti
Rússlands
heldur stríðinu áfram
er ekki hægt
að fá allskyns hluti
í Rússlandi.

Þetta er mjög erfitt fyrir fólk
í Rússlandi
sem þarf þessa hluti.


Með því að loka á allskyns
þjónustu til Rússlands

eru löndin að senda
forseta Rússlands skilaboð.

Þau vilja að Rússland
hætti árásum sínum á Úkraínu.

Þau vilja að Rússland
taki herinn sinn burt úr Úkraínu.

Þau vilja að forseti Rússlands stöðvi stríðið.

Önnur lönd vilja ekki stríð.

Þau vilja frið.

Það vill fólk í Úkraínu líka.

Og það vill fólk í Rússlandi líka.

Fréttir frá Þroskahjálp

2.10.2021
Hennar rödd - Ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna (02.10.2021 11:00-16:00, Borgarleikhúsið)