Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Trans fólk

Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.

Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“
eða „hér er fædd lítil stúlka“.

Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.

Trans kona:
er kona sem var sögð vera strákur þegar hún fæddist.

Trans karl:
er karlmaður sem var sagður vera stúlka þegar hann fæddist.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Þetta er fáni trans samfélagsins:

Lesa meira
NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð)

Notenda-stýrð persónuleg aðstoð
er þjónusta sem hjálpar fólki að eiga sjálfstætt líf.

Þú stjórnar þjónustunni.

Þjónustan leyfir þér að ráða hvar þú býrð
og með hverjum þú býrð.
Þú stjórnar líka hver aðstoðar þig
og við hvað þú færð aðstoð.

Lesa meira
Stuðningsfjölskylda

Stuðnings-fjölskylda er þegar fjölskylda eða manneskja
tekur til sín barn eða hittir það reglulega.

Þetta er gert til að aðstoða fötluð börn og ungt fatlað fólk.
Til dæmis til að gera eitthvað skemmtilegt
eða til að foreldrar sem eiga fötluð börn geti hvílt sig.

Lesa meira
Skilaboð

Skilaboð þýðir eitthvað sem fólk vill segja við eina aðra manneskju eða margar. Skilaboð eru oftast notuð þegar fólk er ekki á sama stað.

Fólk getur skrifað skilaboð á blað eða sent tölvupóst. Fólk sendir líka skilaboð í SMS og á samskipta-miðlum. Það geta líka verið hljóð-skilaboð eða myndband.
Og stundum réttir manneskja okkur skilaboð frá einhverjum öðrum.

Skilaboð geta verið venjuleg og þau geta verið mjög mikilvæg. Þau geta verið auðskilin eða flókin.
Og skilaboð geta bæði verið falleg og ljót, þau geta gert okkur glöð og þau geta sært okkur.

Sum skilaboð er hægt að sýna öðrum. Það þýðir að margar manneskjur geta séð og lesið skilaboð sem eiga kannski að vera leyndarmál.

Stundum notum við orðið skilaboð um eitthvað sem fólk segir ekki með orðum.
Til dæmis getur manneskja horft á aðra með einhvern svip. Þó manneskjan noti engin orð er hægt að segja að þessi svipur sendi skilaboð.
Fyrirtæki og byggingar eru oft ekki með gott aðgengi fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól. Og snjó er mokað af götunum og settur ofan á gangstéttir svo ekkert fólk getur notað þær.
Þetta eru skilaboð um að fatlað fólk þurfi ekki að komast um.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

21.02.2024
Kynningarfundur á auðskildu máli um breytingar á örorkulífeyriskerfinu.
15.02.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að borgarstefnu
13.02.2024
Aukin þjónusta við farþega með ósýnilega fötlun
12.02.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að lagafrumvarpi um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík