-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Sanngirnis-bætur eru peningar sem fólk fær borgað frá ríkinu
því það var komið illa fram við þau eða brotið á þeim.
Til dæmis ef fötluð börn bjuggu á stofnun eða vistheimili
og einhver meiddi þau eða var vondur við þau.
Sanngirni þýðir eitthvað sem er réttlátt eða rétt.
Bætur þýðir peningur sem fólk fær til að bæta upp fyrir það vonda sem fólk hefur upplifað.
Ef þér líður eins og einhver hafi brotið á þér
skaltu tala við Réttindagæslu fatlaðs fólks.
Sameinuðu þjóðirnar eru samtök
þar sem þjóðir í heiminum hittast til að ræða saman
og komast að samkomulagi um mikilvæg mál sem varða okkur öll.
Næstum öll lönd í heiminum eru í þessum samtökum.
Öll lönd í samtökunum hafa eitt atkvæði.
Það þýðir að öll lönd mega kjósa um það
sem samtökin vilja ákveða saman.
Lönd mega kjósa hvort sem löndin eru lítil eða stór,
fátæk eða rík.
Sameinuðu þjóðirnar vilja frið og öryggi á milli landa.
Þau vilja að vandamál séu leyst í sameiningu.
Þau vilja líka frelsi og jafnrétti fyrir alla.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu samning um réttindi fatlaðs fólks.
Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmálaflokka.
Eftir kosningarnar ákveða sumir þessir stjórnmála-flokkar
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.
Til að búa til ríkis-stjórn þurfa stjórnmála-flokkarnir
að hafa meira en helming þing-manna.
Flokkarnir þurfa þetta til að hafa fleiri atkvæði á Alþingi.
Ef stjórnmála-flokkar eru ekki í ríkisstjórn
er sagt að þeir séu í minnihluta
eða í stjórnar-andstöðu.
Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum.
Til dæmis umhverfis- og auðlinda-ráðherra
sem ber ábyrgð á öllum málum um
umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.
Ef þú átt erfitt með að segja hvað þú vilt
og hvað þér finnst
getur þú fengið persónulegan talsmann.
Persónulegur talsmaður þekkir þig
og skilur hvað þú þarft og hvað þú vilt.
Þú hefur áhrif á allar ákvarðanir
og ræður hvort þú samþykkir eða ekki.
Persónulegur talsmaður þinn á að gera allt í samráði við þig.