Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Samráð
Samráð er þegar við tökum ákvörðun saman
og hlustum á skoðanir hvers annars.
Samráð getur til dæmis verið:
þegar stjórnvöld tala við fatlað fólk
til að fá að heyra skoðanir þeirra
og um þeirra lífsreynslu til að taka góðar ákvarðanir.
Stjórnvöld eiga að hafa samráð við fatlað fólk.
Fjárræði
Fjár-ræði þýðir að við ráðum sjálf fjár-málum okkar.
Þá er stundum sagt að við séum að „fara með peningana okkar“.
Persónulegur talsmaður
Ef þú átt erfitt með að segja hvað þú vilt
og hvað þér finnst
getur þú fengið persónulegan talsmann.
Persónulegur talsmaður þekkir þig
og skilur hvað þú þarft og hvað þú vilt.
Þú hefur áhrif á allar ákvarðanir
og ræður hvort þú samþykkir eða ekki.
Persónulegur talsmaður þinn á að gera allt í samráði við þig.