Orðabanki
-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Dæmi um orð
Vladímír Pútín er forseti í Rússlandi.
Hann er oftast kallaður Pútín, þegar við tölum um hann og þegar við hlustum á fréttir.
Pútín er fæddur árið 1952.
Hann hefur verið bæði forsætis-ráðherra og forseti í Rússlandi í mörg ár.
Intersex einstaklingar fæðast með líkams-einkenni sem eru ekki bara eins og hjá körlum eða konu.
Sumir eru sambland af karli og konu.
Sumir eru hvorki karlar né konu.
Oft sést það um leið og barnið fæðist, en stundum þegar barnið verður kynþroska.
Intersex fólk er hinsegin fólk.
Heimasíða Intersex á Íslandi.
Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.
Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.
Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.
Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar.
Þetta er Alþingishúsið.
Smelltu hér til að sjá myndband um Alþingi á ungmennavef Alþingis