Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Gagnkynhneigð

Fólk sem er gagnkynhneigt
er hrifið af fólki af öðru kyni en það er sjálft.

Gagnkynhneigðir karlar eru hrifnir af konum.

Gagnkynhneigðar konur eru hrifnar af körlum.

Lesa meira
Lög

Þegar við tölum um lög
erum við oftast að tala um reglur sem eru settar á Alþingi
og forseti Íslands hefur staðfest.

Til að setja lög þarf fólkið sem er á Alþingi
að leggja fram skjal sem er kallað frum-varp.
Það eru reglur um frum-varp:
Frum-varp er skjal með tillögur að breytingum
á öllum lögunum.
Þetta frumvarp þarf fólkið á Alþingi
að lesa á sérstöku þingi.

Frumvarp getur verið um að breyta einu orði í lögunum.
Frumvarp getur verið um að breyta heilum kafla í lögunum.
Líka að bæta við nýjum kafla.

Stundum er frumvarp um að setja ný lög.

Lesa meira
Kynsegin

Sumt fólk upplifir sig hvorki sem stráka og stelpur.
Þau upplifa sig utan kynja-kerfisins.

Sumt kynsegin fólk kýs að nota ekki „hann“ eða „hún“.
Þau vilja hlutlaus orð eins og „hán“ eða „héð“.

Það er persónulegt val alls fólks hvaða orð þau nota um sig.
Við verðum alltaf að virða það.

Ef fólk notar hlutlaus orð þá nota þau hvorugkyn.
Til dæmis segja þau: „Ég er svangt“
en ekki „Ég er svangur“ eða „Ég er svöng“.
Alveg eins og við segjum „Barnið er svangt“.

Fólk sem er kynsegin er hinsegin fólk.

Lesa meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðar-atkvæða-greiðsla er þegar fólk í landinu
fær að kjósa um eitthvað málefni.

Atkvæða-greiðsla er eins og aðrar kosningar.
Þá má allt fólk sem er með kosninga-rétt
fara á kjör-stað og og skila inn sínu atkvæði.

Fólk ræður alltaf sjálft hvað það kýs.

Oftast kjósum við um stjórnmála-flokka eða forseta-frambjóðendur.
Þjóðar-atkvæða-greiðslur eru þegar þjóðin þarf saman
að ákveða eitthvað mikilvægt.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

27.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um dánaraðstoð, 771. mál
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta), 728. mál
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Geðhjálpar og Þroskahjálpar um breytingar á réttindagæslulögum (réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn)
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að frumvarpi um inngildandi menntun