Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Afkomandi

Allt sem er lifandi er afkomandi einhvers. Afkomendur geta fæðst eða vaxið.

Barn sem fæðist er afkomandi foreldra sinna.
Foreldar barnsins eru afkomendur sinna foreldra, sem eru ömmur og afar.
Ömmur og afar eru afkomendur sinna foreldra, sem eru lang-ömmur og lang-afar.
Lang-ömmur og lang-afar eru líka afkomendur,
og svona heldur það áfram því allt fólk er afkomandi einhvers.

Og barnið er þá afkomandi alls þessa fólks, lengst aftur í tímann.

Við notum orðið afkvæmi þegar við tölum um dýr og plöntur.
Afkvæmi þýðir það sama og afkomandi.
Kettlingar eru afkvæmi, líka uglu-ungar og hvala-kálfar.
Þegar lítil planta vex út frá stórri plöntu er litla plantan afkvæmi.
Við tökum fræ úr jarðaberi og setjum það í mold. Plantan sem vex upp úr moldinni er afkvæmi þessa jarðabers.
Ef það vaxa fleiri plöntur frá nýju plöntunni, eru þær allar afkvæmi sama gamla jarðar-bersins.
Og það jarðar-ber er líka afkvæmi, því einu sinni var það pínu lítið á annarri plöntu.

Lesa meira
Þagnarskylda
Þagnarskylda þýðir að það má ekki segja öðrum frá persónulegum hlutum um mig. Ef einhver þarf að fá upplýsingar um mig eru reglur um það.
Lesa meira
NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð)

Notenda-stýrð persónuleg aðstoð er þjónusta sem hjálpar fólki að eiga sjálfstætt líf. Þú stjórnar þjónustunni. Þjónustan leyfir þér að ráða hvar þú býrð og með hverjum þú býrð. Þú stjórnar líka hver aðstoðar þig og við hvað þú færð aðstoð.

Lesa meira
Intersex

Intersex einstaklingar fæðast með líkams-einkenni sem eru ekki bara eins og hjá körlum eða konu.

Sumir eru sambland af karli og konu.

Sumir eru hvorki karlar né konu.

Oft sést það um leið og barnið fæðist, en stundum þegar barnið verður kynþroska.

Intersex fólk er hinsegin fólk. 
Heimasíða Intersex á Íslandi.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

3.06.2023
Yfirlýsing Þroskahjálpar vegna atviks í Reykjadal
2.06.2023
Heimsókn Norræna fötlunarráðsins
1.06.2023
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um grænbók um sjálfbært Ísland 29. maí 2023
26.05.2023
Meinlaust?