Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Tekjuáætlun

Þegar við sækjum um að fá greiðslur
þurfum við að senda allskonar upplýsingar um okkur.
Til dæmis sendum við upplýsingar
um laun og greiðslur sem við fáum.

Við köllum þessar upplýsingar tekju-áætlun.

Tekju-áætlun okkar er notuð
til að reikna hversu miklar greiðslur við höfum rétt á.
Til dæmis notar Trygginga-stofnun
tekju-áætlun okkar til að reikna út
hvað við fáum mikið í örorku-greiðslur.

Lesa meira
Verkþjálfun

Þjálfun sem við fáum
til að læra að vinna
eða leysa önnur verkefni hjá okkur.

Lesa meira
Kynleiðrétting

Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.

Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.

Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.

Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.

Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Lesa meira
Fóstur

Fóstur er þegar barn getur ekki búið á heimilinu sínu
vegna þess að það er ekki öruggt.
Fóstur-foreldrar eru foreldar sem taka að sér barn
sem hefur ekki búið við öryggi og nógu góðar aðstæður.

Barna- og fjölskyldustofa sér um allt
sem tengist barna-vernd og fóstur-fjölskyldum á Íslandi.
Það eru líka barna-verndar-nefndir í öllum bæjum og borgum.

Hvað er tímabundið fóstur? 
Tímabundið þýðir að barnið verður ekki alltaf hjá þessum fóstur-foreldrum.
Tímabundið fóstur getur verið 1 ár en má vera í mesta lagi 2 ár.
Þá er markmiðið að barnið fari aftur til foreldra sinna eftir 1 eða 2 ár.
Börnin hitta foreldra sína oft á meðan þau eru í fóstri.

Hvað er varanlegt fóstur?
Þá er barnið hjá fóstur-foreldrum alveg þar til það verður 18 ára.
Það mun líklega ekki fara aftur til foreldra sinna.
Barnið hittir foreldra sína ekki eins oft, eins og það myndi gera ef það væri í tímabundnu fóstri.

Hvað er styrkt fóstur?
Ef barnið þarf sérstaka aðstoð á fóstur-heimili sínu í styttri tíma heitir það styrkt fóstur.
Það er aldrei lengra en 2 ár.
Þetta er fyrir börn sem eiga erfitt með tilfinningar sínar og eru með hegðunar-vanda.
Þá er annað fóstur-foreldri eins og það sé í vinnu við að hugsa um barnið og hjálpa því.

Þessar upplýsingar eru af vef Barna- og fjölskyldustofu.

Lesa meira