Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Lögheimili

Lög-heimili er staðurinn þar sem þú hefur fasta búsetu,
sem þýðir hvar þú býrð.

Lög-heimili er staðurinn þar sem þú ert með heimilið þitt,
þar sem þú sefur og sinnir tómstundum.

Lög-heimili er ekki þar sem þú ert í stuttan tíma
til dæmis ef þú ert í námi, eða í fríi,
eða þegar þú ert annars staðar
vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.

Lesa meira
Markmið

Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.

Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.

Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.

Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar. 

Lesa meira
Einkarými

Einka-rými er pláss sem er bara okkar.
Pláss sem við höfum fyrir okkur persónulega.

Einka-rými er til dæmis herbergið okkar eða heimilið okkar.

Lesa meira
Flóttafólk

Flótta-fólk þýðir það sama og flótta-maður.
Flóttamaður er manneskja sem flýr landið sitt og er komin í nýtt land.

Fólk flýr landið sitt vegna þess að það þarf að fara á öruggari stað.
Stundum er mikil fátækt og lítill matur í landinu.
Stundum er landið hættulegt.
Þar getur verið ofbeldi eða stríð.

Sumt flóttafólk kemur slasað eða mjög veikt.

Flóttafólk eru börn, unglingar, fullorðið fólk og gamalt fólk.
Líka fatlað fólk.

Lög og reglur segja að allt flóttafólk hafi mannréttindi.
Allt flóttafólk hefur rétt á að búa á öruggum stað.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

3.10.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (afnám þjónustusviptingar)
2.10.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.
1.10.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2025
1.10.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sorgarleyfi (aukin réttindi foreldra)