Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Einkarými

Einka-rými er pláss sem er bara okkar.
Pláss sem við höfum fyrir okkur persónulega.

Einka-rými er til dæmis herbergið okkar eða heimilið okkar.

Lesa meira
Stríð

Stríð er orð sem við notum þegar manneskjur
berjast með vopnum.

Í stríði eru tveir eða fleiri hópar að berjast.
Það eru margar manneskjur í hverjum hópi.

Stríð getur verið á milli landa.
Stríð getur verið á milli tveggja hópa í sama landinu.

Þegar lönd fara í stríð er sagt að löndin sendi herinn sinn í stríð.

Lesa meira
Markmið

Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.

Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.

Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.

Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar. 

Lesa meira
Leyfi

Leyfi er þegar við megum gera eitthvað
því annað fólk sagði það
eða því það stendur á blaði
að við megum gera það.

Til dæmis þurfum við leyfi
til að keyra bíl.
Það heitir öku-leyfi.

Og við þurfum leyfi
til að selja mat á veitinga-húsi.
Það heitir veitinga-leyfi.


Leyfi er líka notað fyrir frí úr vinnu eða skóla.
Til dæmis sumar-leyfi úr vinnunni
eða vetrar-leyfi úr skólanum.


Leyfi er líka notað þegar fólk getur ekki komið í vinnuna
vegna þess að þau eru veik
eða að jafna sig eftir veikindi eða sjúkdóm.
Líka þegar fólk er á spítala.

Það er kallað veikinda-leyfi.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

15.07.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (námsmat)
28.06.2024
Opið bréf Þroskahjálpar og ÖBÍ til ráðherra og alþingismanna vegna Yazans
27.06.2024
Samstöðufundur með Yasan
26.06.2024
Sumarlokun skrifstofu Þroskahjálpar