Fara í efni
 • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Félagsþjónusta

Félags-þjónusta sveitarfélaga á að tryggja
að íbúar hafi fjárhagslegt öryggi og félagslegt öryggi.

Þessi þjónusta á að stuðla að velferð íbúa.
Velferð þýðir að öllum á að líða vel.

Félags-þjónustan er fjöl-breytt þjónusta
fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Þjónustan á að skoða sérstaklega tækifæri fyrir börn,
ungt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk.
Sveitarfélag á að veita stuðning og ráðgjöf.

Lesa meira
Hinsegin

Orðið hinsegin er sagt um fólk
sem finnst það ekki passa
við það sem sam-félagið segir
um kyn, kynvitund eða kynhneigð.

Hér eru dæmi um hvenær við notum orðið hinsegin:

 • Þegar karl elskar annan karl.
  Það heitir að vera hommi eða samkynhneigður.
 • Þegar kona elskar aðra konu.
  Það heitir að vera lesbía eða samkynhneigð.
 • Þegar manneskja elskar bæði konur og karla.
  Þá er manneskjunni sama um kyn þeirra sem hún elskar.
  Það heitir að vera tví-kynhneigð eða pan-kynhneigð.

Orðið hinsegin er líka notað um trans fólk.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“ eða „hér er fædd lítil stúlka“.

Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.

Að vera trans er kallað að vera kynsegin.


Samtökin 78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi.

Regnboginn er tákn fyrir hinsegin samfélagið.
Fólk setur oft upp regnboga-fánar til að styðja hinsegin fólk.

Lesa meira
Fjárræði

Fjár-ræði þýðir að við ráðum sjálf fjár-málum okkar.

Þá er stundum sagt að við séum að „fara með peningana okkar“.

Lesa meira
Þörf / þarfir

Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt.

Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat.“

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

16.05.2024
Yfirlýsing frá Þroskahjálp vegna máls Yazans Tamimi
13.05.2024
Europe in Action 2024
10.05.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur, nr. 75/2016 (grunnfjárhæðir og fjöldi heimilismanna), 1075. mál
8.05.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um breytingar á tilvísunum fyrir börn