Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.
Í herbergja-sambýli eru mörg herbergi
og margt fólk notar eldhús og aðstöðu saman.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki
sem býr núna á herbergja-sambýli
að flytja í íbúðir.

Allt fólk hefur rétt á að búa eins og það vill.

Lesa meira
Tvíkynhneigður

Tvíkynhneigð manneskja er hrifin af fólki af mörgum kynjum.

Þá er manneskjan ekki bara hrifin af körlum eða konum
heldur bæði.

Það þýðir ekki að manneskjan sé hrifin af öllu fólki,
en manneskjan er bæði hrifin af konum og körlum.

Fólk sem er tvíkynhneigt er hinsegin fólk.

Lesa meira
Þekking

Þegar þú hefur heyrt um eitthvað eða skilur það, er sagt að þú hafir þekkingu á því. Þekking getur verið um fólk og upplýsingar og hvaða aðferðir við notum. Þekking er líka um hluti og tækni.

Við fáum meiri þekkingu með því að lesa og æfa okkur og gera rannsóknir. Og þegar við stundum nám eða vinnu.

Lesa meira
Lög

Þegar við tölum um lög
erum við oftast að tala um reglur sem eru settar á Alþingi
og forseti Íslands hefur staðfest.

Til að setja lög þarf fólkið sem er á Alþingi
að leggja fram skjal sem er kallað frum-varp.
Það eru reglur um frum-varp:
Frum-varp er skjal með tillögur að breytingum
á öllum lögunum.
Þetta frumvarp þarf fólkið á Alþingi
að lesa á sérstöku þingi.

Frumvarp getur verið um að breyta einu orði í lögunum.
Frumvarp getur verið um að breyta heilum kafla í lögunum.
Líka að bæta við nýjum kafla.

Stundum er frumvarp um að setja ný lög.

Lesa meira