Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Einangraður

Einangraður þýðir að þú sért oft einn og hittir fáa. 

Lesa meira
Fjárræði

Fjár-ræði þýðir að við ráðum sjálf fjármálum okkar. Þá er stundum sagt að við séum að „fara með peningana okkar“.

Lesa meira
Ofbeldi

Ofbeldi er þegar einhver meiðir okkur eða lætur okkur líða illa.

Allt ofbeldi er bannað.
Það má ekki meiða annað fólk og enginn má meiða okkur.

Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir líkamann okkar.

Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver neyðir okkur til að gera eitthvað kynferðislegt. Til dæmis kyssir okkur eða snertir án þess að hafa leyfi frá okkur.

Andlegt ofbeldi er þegar einhver lætur okkur líða illa, lætur okkur vera hrædd eða lætur okkur skammast okkar.

Ef þú heldur að þú verðir fyrir ofbeldi skaltu tala við einhvern sem þú treystir.

Það eru til samtök sem hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi. Til dæmis Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvenna-athvarfið. Ef við erum hrædd eða í hættu skulum við hringja í neyðarlínuna í síma 112.

Lesa meira
Samfélagsmiðlar

Samfélags-miðlar eru vefsíður eða símaforrit þar sem þú getur deilt þínu efni og talað við aðra, lesið það sem aðrir skrifa eða horft á myndbönd og tónlist frá þeim.

Dæmi um samfélags-miðla eru Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter, og TikTok.

Þar getur þú sett inn myndirnar þínar eða hugleiðingar.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

25.05.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd)
19.05.2022
Skortur á samráði við gerð frumvarps til breytinga á lögum um útlendinga
16.05.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur
16.05.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um sorgarleyfi