17.08.2022
Með okkar augum aftur á skjánum
Á Íslandi verðum við sjálfráða þegar við verðum 18 ára. Að vera sjálfráða þýðir að við ráðum okkur sjálf.
Sumt fólk missir sjálfræði, til dæmis ef þau eru mjög veik og vilja ekki aðstoð sem þau þurfa nauðsynlega. Það má bara taka sjálfræði af fólki í stuttan tíma.
Notenda-stýrð persónuleg aðstoð er þjónusta sem hjálpar fólki að eiga sjálfstætt líf. Þú stjórnar þjónustunni. Þjónustan leyfir þér að ráða hvar þú býrð og með hverjum þú býrð. Þú stjórnar líka hver aðstoðar þig og við hvað þú færð aðstoð.