-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir okkur.
Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.
Vinningur er eins og verðlaun sem við fáum
fyrir að taka þátt í leik.
Við getum til dæmis fengið vinning
þegar við kaupum happdrættis-miða.
Þá eigum við sérstakt númer á happdrættis-miðanum
og ef okkar númer er dregið
þá fáum við vinning.
Vinningar geta verið alls konar.
Vinningar geta verið bækur og föt.
Líka matur á veitingastað eða miði á skemmtilega bíómynd.
Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.
Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.
Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.
Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmálaflokka.
Eftir kosningarnar ákveða sumir þessir stjórnmála-flokkar
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.
Til að búa til ríkis-stjórn þurfa stjórnmála-flokkarnir
að hafa meira en helming þing-manna.
Flokkarnir þurfa þetta til að hafa fleiri atkvæði á Alþingi.
Ef stjórnmála-flokkar eru ekki í ríkisstjórn
er sagt að þeir séu í minnihluta
eða í stjórnar-andstöðu.
Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum.
Til dæmis umhverfis- og auðlinda-ráðherra
sem ber ábyrgð á öllum málum um
umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.