-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Orðið hinsegin er sagt um fólk
sem finnst það ekki passa
við það sem sam-félagið segir
um kyn, kynvitund eða kynhneigð.
Hér eru dæmi um hvenær við notum orðið hinsegin:
- Þegar karl elskar annan karl.
Það heitir að vera hommi eða samkynhneigður. - Þegar kona elskar aðra konu.
Það heitir að vera lesbía eða samkynhneigð. - Þegar manneskja elskar bæði konur og karla.
Þá er manneskjunni sama um kyn þeirra sem hún elskar.
Það heitir að vera tví-kynhneigð eða pan-kynhneigð.
Orðið hinsegin er líka notað um trans fólk.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“ eða „hér er fædd lítil stúlka“.
Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.
Að vera trans er kallað að vera kynsegin.
Samtökin 78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi.
Regnboginn er tákn fyrir hinsegin samfélagið.
Fólk setur oft upp regnboga-fánar til að styðja hinsegin fólk.
Einka-staðir okkar eru á líkamanum.
Einka-staðir eru rass, typpi, píka, brjóst.
Til dæmis ná sund-fötin okkar yfir einka-staðina.
Við eigum okkar líkama sjálf.
Við eigum einka-staðina og við eigum allt hitt á líkama okkar.
Við eigum hárið, axlir, hné, tær, nef, bak, munninn, tennurnar, tunguna.
Við eigum alla húðina, andlitið, hendur og fætur.
Við eigum líkamann okkar.
Við ráðum hvort einhver snerti okkur.
Við ráðum hvar einhver snertir okkur.
Við ráðum hvort einhver megi byrja að snerta okkur
og við ráðum hvenær einhver á að hætta því.
Allt fólk ræður því sjálft hvort einhver snerti það.
Það þýðir að við megum ekki snerta annað fólk nema það leyfi okkur það fyrst.
Kyn-vitund er hvernig fólk upplifir kyn sitt.
Kyn-vitund snýst ekki um hvernig kynfæri við erum með
eða hvernig við lítum út.
Kyn-vitund snýst um hvernig okkur líður sjálfum.
Við höfum öll kynvitund því við upplifum öll kyn okkar á einhvern hátt:
- stelpa
- strákur
- kynsegin
- eða eitthvað þar á milli
Kynvitund er orð sem við notum oft
þegar við tölum um hinsegin fólk.
Kyn-leiðrétting er ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum
til að leiðrétta kyn sitt.
Sem dæmi þá upplifir manneskja sig eins og karlmann
en þegar hann fæddist héldu allir að það væri stelpa.
Þá vill fólk oft laga líkama sinn
svo líkaminn passi betur við það hvernig fólkinu líður.
Kyn-leiðrétting getur til dæmis verið
að fólk taki lyf til að breyta röddinni, hárinu og svoleiðis.
Sumt fólk fer í skurðaðgerð til að laga líkama sinn.
Til dæmis að breyta píkunni í typpi, eða taka brjóstin af.
Það er ekki nauðsynlegt að fara í aðgerðir til að vera trans.
Trans fólk er hinsegin fólk.