Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Trúarbrögð
Trúarbrögð er þegar fólk trúir á guði, verur eða dýrlinga. Sum trúarbrögð eru skipulögð, eins og íslenska þjóðkirkjan eða kaþólska kirkjan. Sum trúarbrögð eru óformleg og ekki skipulögð, til dæmis trú frumbyggja. Sumir trúa á einn guð, aðrir á marga guði. Sumir trúa ekki á neina guði eða verur og eru þau þá sögð trú-laus.
Lesa meira
Sumardvöl

Staður þar sem þú ferð um sumar þér til ánægju, til að gera eitthvað skemmtilegt eða breyta til. Til dæmis sumarbúðir.

Lesa meira
Samfélagsmiðlar

Samfélags-miðlar eru vefsíður eða símaforrit þar sem þú getur deilt þínu efni og talað við aðra, lesið það sem aðrir skrifa eða horft á myndbönd og tónlist frá þeim.

Dæmi um samfélags-miðla eru Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter, og TikTok.

Þar getur þú sett inn myndirnar þínar eða hugleiðingar.

Lesa meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðar-atkvæða-greiðsla er þegar fólk í landinu fær að kjósa um eitthvað málefni.
Atkvæða-greiðsla er eins og aðrar kosningar.  Þá má allt fólk sem er með kosninga-rétt fara á kjör-stað og og skila inn sínu atkvæði. Fólk ræður alltaf sjálft hvað það kýs.

Oftast kjósum við um stjórnmála-flokka eða forseta-frambjóðendur.
Þjóðar-atkvæða-greiðslur eru þegar þjóðin þarf saman að ákveða eitthvað mikilvægt.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

27.06.2022
Námskeið um Notendaráð fyrir fatlað fólk
27.06.2022
Auðlesnar fréttir á RÚV
21.06.2022
Ályktun frá Landssamtökunum Geðhjálp og Landssamtökunum Þroskahjálp
20.06.2022
Alþjóðlegur dagur fólks á flótta