Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Tvíkynhneigður

Tvíkynhneigð manneskja er hrifin af fólki af mörgum kynjum. Þá er manneskjan ekki bara hrifin af körlum eða konum heldur bæði. Það þýðir ekki að manneskjan sé hrifin af öllu fólki, en hrifningin nær til bæði kvenna og karla.

Lesa meira
Lög

Þegar talað er um lög er oftast verið að tala um reglur sem Alþingi hefur sett og forseti Íslands staðfest. Til að setja lög leggja þau sem sitja á Alþingi fram frumvörp. Frumvarp í lagalegum skilningi er skjal sem inniheldur tillögur að breytingum á heildarlöggjöfinni og er flutt á lagalegu þingi. Frumvörp geta snúist um það að breyta jafnvel bara einu orði í lögum sem eru til fyrir. Stundum er verið að breyta kafla eða bæta við nýjum köflum. Stundum eru ný lög sett.

Lesa meira
Her

Í her eru margir hópar af her-mönnum.

Her-maður er manneskja sem er þjálfuð í að berjast í stríði.

Hermaður hefur lært að nota vopn.
Til dæmis byssur og sprengjur.
Og hermaður hefur lært að nota tæki.
Til dæmis flugvél og skriðdreka.

Hermaður er hluti af hópi með öðrum hermönnum.

Oft eru margir hópar
og í hverjum hópi eru margir hermenn.
Saman mynda allir þessir hermenn
það sem við köllum her.

Lesa meira
Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar eru samtök þar sem þjóðir í heiminum hittast til að ræða og komast að samkomulagi um mikilvæg mál sem varða okkur öll. Næstum öll lönd í heiminum eru hluti af þessum samtökum. Öll lönd í samtökunum hafa eitt atkvæði. Hvort sem löndin eru lítil og stór, fátæk og rík. 

Sameinuðu þjóðirnar vilja frið og öryggi á milli landa. Þau vilja að vandamál séu leyst í sameiningu. Þau vilja líka frelsi og jafnrétti fyrir alla. Sameinuðu þjóðirnar gerðu samning um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

1.07.2022
Landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks
1.07.2022
AUÐLESIÐ ' Stjórn Þroskahjálpar óánægð með samninga sveitarstjórna
1.07.2022
Málefnasamningar sveitarstjórna mikil vonbrigði
29.06.2022
Síðsumarfrí Reykjadals