-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Stríð er orð sem við notum þegar manneskjur
berjast með vopnum.
Í stríði eru tveir eða fleiri hópar að berjast.
Það eru margar manneskjur í hverjum hópi.
Stríð getur verið á milli landa.
Stríð getur verið á milli tveggja hópa í sama landinu.
Þegar lönd fara í stríð er sagt að löndin sendi herinn sinn í stríð.
Veður er það hvernig breytingar verða í loft-hjúpi á jörðinni.
Lofthjúpur er það sem er allt í kringum jörðina.
Lofthjúpurinn er ástæðan fyrir að við getum búið á jörðinni.
Lofthjúpurinn passar okkur frá geislum sem koma frá sólinni og geimnum.
Lofthjúpurinn lætur vera jafnt hitastig á jörðinni.
Ef það væri enginn lofthjúpur gætum við ekki lifað á jörðinni.
Veður er allt sem gerist inni í þessum lofthjúpi.
Veður eru hlutir eins og vindur, eldingar, rigning, snjór, og haglél.
Veður er líka hiti og kuldi.
Við vitum hvernig veðrið er eftir árstíðum í heiminum.
Árstíðirnar eru vetur, vor, sumar og haust.
Veður hefur áhrif á það hvernig okkur líður.
Veður hefur áhrif á það í hvaða föt við förum.
Veður hefur líka áhrif á hvaða mat við borðum, því það er hægt að borða ólíkan mat eftir árstíðum.
Vísindamenn geta skoðað kort og séð hvernig veðrið verður næstu daga og vikur.
Þessir vísindamenn heita veður-fræðingar.
Sjálfs-ákvörðunar-réttur þýðir að við eigum að fá að ráða sjálf.
Við eigum að hafa okkar sjálfs-ákvörðunar-rétt þó að einhverjum finnist við taka rangar ákvarðanir.
Fatlað fólk má líka taka slæmar ákvarðanir eins og ófatlað fólk.
Fatlað fólk á að fá stuðning til þess að taka ákvarðanir ef það þarf og vill það.
Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.
Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.
Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.