Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Aðgengi

Aðgengi getur þýtt möguleiki okkar til að komast á einhvern stað. Eða að við getum ferðast um án vandræða.

Aðgengi getur líka átt við um hvort við skiljum til dæmis texta eða gögn.

Aðgengi er til dæmis:

  • lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól
  • blindra-letur fyrir blinda og sjónskerta
  • upplýsingar á auðlesnu máli
  • táknmálstúlkun
Lesa meira
Tómstundir
Tíminn þegar ekki þarf að sinna skylduverkum. Tómstundir er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera. Þá getum við til dæmis stundað íþróttir eða skapað list.
Lesa meira
Sveitarfélag

Sveitarfélög eru yfirleitt ein borg eða bær. Það getur líka verið stærra svæði, með mörgum þorpum eða sveitum.
Sveitarfélög hafa sveitarstjórn sem er valin í sveitarstjórnar-kosningum.
Dæmi um sveitarfélög eru Reykjavíkurborg, Snæfellsbær eða Fjarðarbyggð.
Sveitarfélög sjá um grunn-þjónustu við íbúana. Þau bjóða upp á skóla og leikskóla, taka ruslið okkar, eru með sundlaug og bókasafn og þjónustu við fatlað fólk.

Lesa meira
Lögfesting

Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.

Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.

Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

29.09.2023
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum
26.09.2023
30 ára afmæli Átaks fagnað
26.09.2023
Sæti við borðið: fundi á Ísafirði frestað
21.09.2023
Hvað er að frétta?!