Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Afkomandi

Allt sem er lifandi er afkomandi einhvers. Afkomendur geta fæðst eða vaxið.

Barn sem fæðist er afkomandi foreldra sinna.
Foreldar barnsins eru afkomendur sinna foreldra, sem eru ömmur og afar.
Ömmur og afar eru afkomendur sinna foreldra, sem eru lang-ömmur og lang-afar.
Lang-ömmur og lang-afar eru líka afkomendur,
og svona heldur það áfram því allt fólk er afkomandi einhvers.

Og barnið er þá afkomandi alls þessa fólks, lengst aftur í tímann.

Við notum orðið afkvæmi þegar við tölum um dýr og plöntur.
Afkvæmi þýðir það sama og afkomandi.
Kettlingar eru afkvæmi, líka uglu-ungar og hvala-kálfar.
Þegar lítil planta vex út frá stórri plöntu er litla plantan afkvæmi.
Við tökum fræ úr jarðaberi og setjum það í mold. Plantan sem vex upp úr moldinni er afkvæmi þessa jarðabers.
Ef það vaxa fleiri plöntur frá nýju plöntunni, eru þær allar afkvæmi sama gamla jarðar-bersins.
Og það jarðar-ber er líka afkvæmi, því einu sinni var það pínu lítið á annarri plöntu.

Lesa meira
Lög

Þegar talað er um lög er oftast verið að tala um reglur sem Alþingi hefur sett og forseti Íslands staðfest. Til að setja lög leggja þau sem sitja á Alþingi fram frumvörp. Frumvarp í lagalegum skilningi er skjal sem inniheldur tillögur að breytingum á heildarlöggjöfinni og er flutt á lagalegu þingi. Frumvörp geta snúist um það að breyta jafnvel bara einu orði í lögum sem eru til fyrir. Stundum er verið að breyta kafla eða bæta við nýjum köflum. Stundum eru ný lög sett.

Lesa meira
Stuðningsfjölskylda
Stuðnings-fjölskylda er þegar fjölskylda eða manneskja tekur til sín barn eða hittir það reglulega. Tilgangurinn er að aðstoða fötluð börn og ungt fatlað fólk, til dæmis til að gera eitthvað skemmtilegt eða til að foreldrar sem eiga fötluð börn geti hvílt sig.
Lesa meira
Sumardvöl

Staður þar sem þú ferð um sumar þér til ánægju, til að gera eitthvað skemmtilegt eða breyta til. Til dæmis sumarbúðir.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

24.11.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
22.11.2022
Nýir talsmenn barna á Alþingi
21.11.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu og lögfestingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatla&
17.11.2022
Landsáætlun um innleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks