Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Örugg / öruggur / öruggt

Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir mig. Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.

Lesa meira
Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar eru samtök
þar sem þjóðir í heiminum hittast til að ræða saman
og komast að samkomulagi um mikilvæg mál sem varða okkur öll.

Næstum öll lönd í heiminum eru í þessum samtökum.

Öll lönd í samtökunum hafa eitt atkvæði.
Það þýðir að öll lönd mega kjósa um það
sem samtökin vilja ákveða saman.
Lönd mega kjósa hvort sem löndin eru lítil eða stór,
fátæk eða rík.

Sameinuðu þjóðirnar vilja frið og öryggi á milli landa.
Þau vilja að vandamál séu leyst í sameiningu.
Þau vilja líka frelsi og jafnrétti fyrir alla.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu samning um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki sem býr núna á herbergja-sambýlum
að flytja í íbúðir.

Lesa meira
COVID-19

Kóróna-veiran er veira (vírus) sem getur gert fólk veikt.

Stundum er talað um COVID-19 eða bara COVID.
Þá er líka verið að tala um kóróna-veiruna

Einkenni kóróna-veirunnar eru:

  • Hósti
  • Hiti
  • Beinverkir
  • Að finna minni lykt og minna bragð
Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

5.12.2023
Höldum á­fram að brjóta niður mann­gerða múra!
4.12.2023
Yfirlýsing vegna skorts á aðgengi við veitingu Múrbrjótsins
4.12.2023
Múrbrjótar 2023
1.12.2023
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál