Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Þagnarskylda

Þagnarskylda þýðir að það má ekki segja öðrum
frá persónulegum hlutum um mig.

Ef einhver þarf að fá upplýsingar um mig eru reglur um það.

Lesa meira
Tómstundir

Tómstundir er tími þegar við þurfum ekki að sinna skyldu-verkum.

Tómstundir er eitthvað sem okkur finnst gaman að gera.
Þá getum við til dæmis stundað íþróttir eða skapað list.

Lesa meira
Frístund

Frístund er tími sem er frí frá skyldustörfum.
Til dæmis frí frá skóla eða vinnu.

Í frístund gerum við oft það sem okkur þykir skemmtilegt.

Lesa meira
Tölva

Tölva er vél sem getur geymt og unnið með allskyns upplýsingar.

Við segjum að tölva vinni með gögn.
Tölvur geta til dæmis:

  • geymt upplýsingar
  • reiknað
  • sýnt upplýsingar

Tölvur geta unnið með tölustafi og myndir
og texta og gert allskyns útreikninga.
Tölvur geta sýnt upplýsingar á skjá
og þær geta sent gögn í aðrar tölvur.


Tölvur eru litlar og stórar.
Það eru litlar tölvur inni í símum.
Þær sjá um öll verkefnin sem við gerum í símanum.
Þegar við skrifum tölustafi getur tölvan reiknað fyrir okkur.

Tölvan getur líka notað tölustafi til að hringja.
Þá notar tölvan tölustafina sem símanúmer.
Tölva í síma getur líka sýnt myndir og myndbönd
og stjórnað myndavélinni í símanum.
Tölvan getur líka spilað hljóð og tónlist
og leyft okkur að spila tölvuleiki.


Það eru líka tölvur í flugvélum.
Í flugvél er tölva notuð af fólkinu sem stjórnar flugvélinni.
Tölvan reiknar til dæmis hversu langt er eftir af flugtímanum
og sýnir veðrið.

Stýrið í flugvélinni er tengt við tölvu.
Þessi tölva:

  • geymir upplýsingar um hversu hratt flugvélin flýgur
  • sýnir hversu langt er þangað til flugvélin kemur á áfangastað
  • sýnir hvernig veður er
  • og allskyns fleira

Þegar farþegar nota skjá á sætinu fyrir framan sig
til dæmis til að horfa á bíómynd
þá eru farþegarnir líka að nota tölvu.


Þegar við förum í banka og tökum númer til að bíða
er skjár sem sýnir hvaða númer er núna verið að afgreiða.
Þegar það er komið að okkur kemur númerið okkar á skjáinn.

Það er tölva sem sér um þetta.
Hún prentar út númer fyrir okkur.
Þegar við tökum númerið veit tölvan að þetta númer er komið í biðröðina.
Starfsfólkið í bankanum ýtir á takka þegar þau eru tilbúin að fá næsta viðskiptavin
og þá sendast skilaboð til tölvunnar sem athugar hvaða númer er næst.


Hvað getur tölva geymt?

Tölva getur geymt upplýsingar og gögn.

Gögn eru til dæmis:

  • bókstafir
  • tölustafir
  • myndir
  • tákn

Tölvan notar þetta til að reikna eða sýna á skjá.


Úr hverju er tölva búin til?

Tölva er búin til úr mjög mörgum litlum hlutum sem eru tengdir saman.
Hver hlutur er með sitt hlutverk
og hjálpar til við að reikna eða sýna myndir.

Þegar tölvan vinnur sendir hún skilaboð til allra þessara hluta.
Sumir þessir hlutir líta út eins og litlir kubbar
og eru stundum kallaðir tölvu-kubbar.

Tölvan þarf rafmagn til að senda skilaboð til allra þessara tölvu-kubba.

Tölvan geymir allt í minninu sínu
sem við köllum tölvu-minni.
Í tölvu-minninu geymir tölvan allt sem hún kann að gera
og líka allt sem við viljum að tölvan geymi fyrir okkur.
Til dæmis ljósmyndir og myndbönd.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

10.10.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
8.10.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2025
7.10.2024
Fabiana Morais hefur hafið störf á skrifstofu Þroskahjálpar
7.10.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um drög að aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hluti