Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Sjálfræði

Það að manneskja ráði sér sjálf. Fólk fær sjálfræði þegar það verður 18 ára gamalt. Þá má fólk til dæmis gifta sig. Sjálfræði felur í sér réttinn til að ráða sjálf persónulegum högum sínum.

Lesa meira
Barnavernd

Barna- og fjölskyldustofa er stofnun hjá ríkinu.
Þau hugsa um velferð barna og það sem er best fyrir börn.
Þau vinna eftir barnaverndar-lögum sem Alþingi setur. 

Stundum er fólk í erfiðleikum með að hugsa um börnin sín.
Þá fá þau leiðbeiningar og hjálp frá barnavernd.

Stundum þurfa börn að fara af heimilum sínum og búa hjá fóstur-fjölskyldu.
Stundum er það í stuttan tíma meðan foreldarnir eru að fá hjálp og reyna að bæta sig.
Stundum eru börn í langan tíma hjá fóstur-fjölskyldu.

Í öllum bæjum og borgum er barnaverndar-nefnd.
Allir þurfa að láta vita ef þau halda að barn búi við slæmar aðstæður eða ef einhver er vondur við barnið.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu.

Lesa meira
Hæfing
Þjálfun og önnur aðstoð sem fólk fær til að það geti tekið þátt í samfélaginu.
Lesa meira
Notendasamráð

Notenda-samráð þýðir að sá sem fær þjónustuna, notandinn, tekur virkan þátt í að ákveða hvernig þjónustan á að vera.

Notandi ákveður hvernig þjónustan og stuðningurinn hans á að vera í samráði við forstöðumann og starfsmenn sem aðstoða hann.

Notendasamráð er mjög mikilvægt í þjónustu og er nátengt hugmyndum um lýðræði, mannréttindi, þátttöku og valdeflingu. Hægt er að hafa samráð við einstakling, en líka við hóp fólks, til dæmis fólk sem býr á sama stað.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

30.11.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um lagasetningu um sanngirnisbætur.
29.11.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum
29.11.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps um rétt til að annast veikt eða slasað barn
24.11.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga