Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Gagnkynhneigð

Fólk sem er gagnkynhneigt er hrifið af fólki af öðru kyni en það er sjálft.

Gagnkynhneigðir karlar eru hrifnir af konum, og gagnkynhneigðar konur eru hrifnar af körlum.

Lesa meira
Þörf / þarfir
Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt. Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat“
Lesa meira
Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Það fær bara herbergi til umráða.

Herbergja-sambýli eru úrelt. Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir er sagt að það eigi að bjóða þeim sem núna búa á herbergja-sambýlum að flytja í íbúðir.

Lesa meira
Valdefling

Vald-efling er að gefa manneskju stjórn yfir lífi sínu og aðstæðum.

Það eru mannréttindi okkar að taka eigin ákvarðanir. Til dæmis um nám, vinnu og einkalíf. Líka um þjónustu sem við nýtum okkur.

Valdefling eykur sjálfstæði okkar og hjálpar okkur að læra um réttindi okkar. Þannig er valdefling mikilvæg fyrir sterka sjálfs-virðingu og sjálfs-mynd.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

17.03.2023
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um Happdrætti Háskóla Íslands og lög um happdrætt (bann við rekstri spilakassa)
16.03.2023
Daðahús: opið fyrir sumarúthlutanir 2023
16.03.2023
Viðtal við Fabiana Morais, starfsnema Þroskahjálpar
15.03.2023
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um almannatryggingar (frítekjumark vegna lífeyristekna), 78. mál