Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Ríkisstjórn

Á Íslandi kjósum við í Alþingis-kosningum.
Þá erum við að kjósa stjórnmálaflokka.

Eftir kosningarnar ákveða sumir þessir stjórnmála-flokkar
að vinna saman á Alþingi.
Þá búa þeir til hóp sem er kallaður ríkis-stjórn.

Til að búa til ríkis-stjórn þurfa stjórnmála-flokkarnir
að hafa meira en helming þing-manna.
Flokkarnir þurfa þetta til að hafa fleiri atkvæði á Alþingi.

Ef stjórnmála-flokkar eru ekki í ríkisstjórn
er sagt að þeir séu í minnihluta
eða í stjórnar-andstöðu.


Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum.

Til dæmis umhverfis- og auðlinda-ráðherra
sem ber ábyrgð á öllum málum um
umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.

Lesa meira
Gæði

Þegar við segjum að eitthvað sé vel gert
eða ekki vel gert
erum við að tala um gæði.

Lífið er betra þegar gæði eru mikil.

 

Mikil gæði þýðir að eitthvað er mjög vel gert.
Lítil gæði þýðir að eitthvað er ekki vel gert.

Ef við vitum að eitthvað er í litlum gæðum
viljum við kannski ekki velja það
heldur eitthvað betra.

Til dæmis getum við valið okkur uppáhalds kaffihús.

Þetta er cappuccino kaffidrykkur.

 

  • Kannski er kaffið það besta sem við höfum smakkað.
  • Mikil gæði á kaffinu.
  • Eða starfsfólkið svo skemmtilegt og man alltaf pöntunina okkar.

  • Mikil gæði á þjónustunni.
  • Eða það er alltaf þægilegt að panta og finna gott borð.
  • Mikil gæði í aðgengis-málum.

Hér getum við sagt:
Á þessu kaffihúsi eru mikil gæði.

Stundum eru verðlaun fyrir mikil gæði.
Til dæmis verðlaun fyrir þjónustu eða mat
eða fyrir bækur og bíómyndir.
Það getur hjálpað okkur að velja það sem hentar okkur best.

Lesa meira
Þjálfun

Þjálfun er þegar okkur er kennt eitthvað nýtt.

Þjálfun er líka þegar við æfum okkur
til að verða betri í einhverju.
Þjálfun er líka svo kunnum áfram það sem við kunnum.

Lesa meira
Valdeflandi

Vald-efling þýðir að gefa meiri völd.

Vald-efling þýðir að færa valdið til fólks sem hefur lítil völd.
Vald-efling styrkir fólk.

Það er oft talað um vald-eflingu fatlaðs fólks.
Þá fær fatlað fólk til dæmis að stjórna meira í eigin lífi.

Lesa meira