-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þegar manneskja er neydd til að gera eitthvað
sem hún vill ekki, er það kallað nauðung.
Í lögum stendur að það er bannað
að beita nauðung í samskiptum við fatlað fólk
nema það hafi verið gefið sérstakt leyfi
vegna þess að það er neyðar-tilvik.
Neyðar-tilvik er til dæmis ef fólk ætlar að meiða sig
eða aðra.
Staður þar sem þú ferð um sumar þér til ánægju,
til að gera eitthvað skemmtilegt eða breyta til.
Sumardvöl er til dæmis sumarbúðir.
Sameinuðu þjóðirnar eru samtök
þar sem þjóðir í heiminum hittast til að ræða saman
og komast að samkomulagi um mikilvæg mál sem varða okkur öll.
Næstum öll lönd í heiminum eru í þessum samtökum.
Öll lönd í samtökunum hafa eitt atkvæði.
Það þýðir að öll lönd mega kjósa um það
sem samtökin vilja ákveða saman.
Lönd mega kjósa hvort sem löndin eru lítil eða stór,
fátæk eða rík.
Sameinuðu þjóðirnar vilja frið og öryggi á milli landa.
Þau vilja að vandamál séu leyst í sameiningu.
Þau vilja líka frelsi og jafnrétti fyrir alla.
Sameinuðu þjóðirnar gerðu samning um réttindi fatlaðs fólks.
Í her eru margir hópar af her-mönnum.
Her-maður er manneskja sem er þjálfuð í að berjast í stríði.
Hermaður hefur lært að nota vopn.
Til dæmis byssur og sprengjur.
Og hermaður hefur lært að nota tæki.
Til dæmis flugvél og skriðdreka.
Hermaður er hluti af hópi með öðrum hermönnum.
Oft eru margir hópar
og í hverjum hópi eru margir hermenn.
Saman mynda allir þessir hermenn
það sem við köllum her.