Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Skammtímadvöl

Skammtíma-dvöl er staður þar sem þú býrð í stuttan tíma eða heimsækir í stuttan tíma. Oftast fara börn og ungmenni í skammtíma-dvöl en stundum fer fullorðið fólk líka.

Lesa meira
Réttindagæsla fatlaðs fólks
Réttindagæslumaður fatlaðs fólks er stundum kallað réttindagæslan. Það er skrifstofa þar sem fólk vinnur sem á að hjálpa fötluðu fólki við að fá réttindi sín og gefa þeim góð ráð og hjálpa. Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslumanns með allt sem varðar réttindi, fjármuni og persónuleg mál. Réttindagæslumaðurinn veitir fólki stuðning og aðstoð. Réttindagæslumaður á líka að fylgjast með því að fatlað fólk, sem býr til dæmis á stofnun, hafi það gott. Heimasíða réttindagæslunnar: https://www.stjornarradid.is/gaeda-og-eftirlitsstofnun/rettindagaesla-fyrir-fatlad-folk/
Lesa meira
Lög

Þegar talað er um lög er oftast verið að tala um reglur sem Alþingi hefur sett og forseti Íslands staðfest. Til að setja lög leggja þau sem sitja á Alþingi fram frumvörp. Frumvarp í lagalegum skilningi er skjal sem inniheldur tillögur að breytingum á heildarlöggjöfinni og er flutt á lagalegu þingi. Frumvörp geta snúist um það að breyta jafnvel bara einu orði í lögum sem eru til fyrir. Stundum er verið að breyta kafla eða bæta við nýjum köflum. Stundum eru ný lög sett.

Lesa meira
Tvíkynhneigður

Tvíkynhneigð manneskja er hrifin af fólki af mörgum kynjum. Þá er manneskjan ekki bara hrifin af körlum eða konum heldur bæði. Það þýðir ekki að manneskjan sé hrifin af öllu fólki, en hrifningin nær til bæði kvenna og karla.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

16.05.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur
16.05.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um sorgarleyfi
13.05.2022
Bæklingur fyrir kosningarnar 14. maí
13.05.2022
Skýrsla um heildarendurskoðun á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir