-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Einka-staðir okkar eru á líkamanum.
Einka-staðir eru rass, typpi, píka, brjóst.
Til dæmis ná sund-fötin okkar yfir einka-staðina.
Við eigum okkar líkama sjálf.
Við eigum einka-staðina og við eigum allt hitt á líkama okkar.
Við eigum hárið, axlir, hné, tær, nef, bak, munninn, tennurnar, tunguna.
Við eigum alla húðina, andlitið, hendur og fætur.
Við eigum líkamann okkar.
Við ráðum hvort einhver snerti okkur.
Við ráðum hvar einhver snertir okkur.
Við ráðum hvort einhver megi byrja að snerta okkur
og við ráðum hvenær einhver á að hætta því.
Allt fólk ræður því sjálft hvort einhver snerti það.
Það þýðir að við megum ekki snerta annað fólk nema það leyfi okkur það fyrst.
Þegar við tölum um lög
erum við oftast að tala um reglur sem eru settar á Alþingi
og forseti Íslands hefur staðfest.
Til að setja lög þarf fólkið sem er á Alþingi
að leggja fram skjal sem er kallað frum-varp.
Það eru reglur um frum-varp:
Frum-varp er skjal með tillögur að breytingum
á öllum lögunum.
Þetta frumvarp þarf fólkið á Alþingi
að lesa á sérstöku þingi.
Frumvarp getur verið um að breyta einu orði í lögunum.
Frumvarp getur verið um að breyta heilum kafla í lögunum.
Líka að bæta við nýjum kafla.
Stundum er frumvarp um að setja ný lög.
Fjár-ræði þýðir að við ráðum sjálf fjár-málum okkar.
Þá er stundum sagt að við séum að „fara með peningana okkar“.
Staður þar sem þú ferð um sumar þér til ánægju,
til að gera eitthvað skemmtilegt eða breyta til.
Sumardvöl er til dæmis sumarbúðir.