Fara í efni
 • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Lögfesting

Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.

Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.

Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira
Hinsegin

Orðið hinsegin er sagt um fólk
sem finnst það ekki passa
við það sem sam-félagið segir
um kyn, kynvitund eða kynhneigð.

Hér eru dæmi um hvenær við notum orðið hinsegin:

 • Þegar karl elskar annan karl.
  Það heitir að vera hommi eða samkynhneigður.
 • Þegar kona elskar aðra konu.
  Það heitir að vera lesbía eða samkynhneigð.
 • Þegar manneskja elskar bæði konur og karla.
  Þá er manneskjunni sama um kyn þeirra sem hún elskar.
  Það heitir að vera tví-kynhneigð eða pan-kynhneigð.

Orðið hinsegin er líka notað um trans fólk.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“ eða „hér er fædd lítil stúlka“.

Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.

Að vera trans er kallað að vera kynsegin.


Samtökin 78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi.

Regnboginn er tákn fyrir hinsegin samfélagið.
Fólk setur oft upp regnboga-fánar til að styðja hinsegin fólk.

Lesa meira
Barnavernd

Barna- og fjölskyldustofa er stofnun hjá ríkinu.
Þau hugsa um velferð barna og það sem er best fyrir börn.
Þau vinna eftir barnaverndar-lögum sem Alþingi setur. 

Stundum á fólk í erfiðleikum með að hugsa um börnin sín.
Þá fær fólkið leiðbeiningar og hjálp frá barnavernd.

Stundum þurfa börn að fara af heimili sínu og búa hjá fóstur-fjölskyldu.
Stundum er það í stuttan tíma á meðan foreldarnir fá hjálp og reyna að bæta sig.
Stundum eru börn í langan tíma hjá fóstur-fjölskyldu.

Í öllum bæjum og borgum er barnaverndar-nefnd.
Allt fólk þarf að láta vita ef þau halda að barn sé ekki öruggt
eða einhver sé vondur við barnið.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu

Lesa meira
Kyngervi

Í lífinu heyrum við oft að sumt er konu-legt og annað karla-legt.
Þessi skilaboð eru ekki um líkamlegt kyn eða líf-fræði.
Skilaboðin eru það sem samfélagið segir að passi við konur,
og það sem passi við karla.

Til dæmis að sum störf séu bara fyrir konur
og önnur störf séu bara fyrir karla.
Það eru líka áhugamál og föt
sem við heyrum að séu bara fyrir annað kynið
og ekki fyrir hitt.
Til dæmis bara fyrir konur og ekki fyrir karla.

Við getum heyrt svona frá fólki
eða lesið þessi skilaboð á vefsíðu.
Þessi skilaboð geta líka verið í bíómyndum
og í tölvuleikjum.

Þá getur konum og körlum liðið eins og
þau megi bara gera suma hluti
og megi ekki gera aðra hluti.

Við köllum þetta kyn-gervi.
Kyngervi er það sem konur og karlar gera
af því að þau heyra að þannig geri konur
og þannig geri karlar.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

25.06.2024
Breytingar á örorkulífeyriskerfinu samþykktar á Alþingi
24.06.2024
Þroskahjálp fagnar stofnun Mannréttindastofnunar Íslands
24.06.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um heildstæða stefnumótun fullnustumála (Grænbók)
18.06.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um hvítbók í málefnum inflytjenda