Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Þagnarskylda

Þagnarskylda þýðir að það má ekki segja öðrum
frá persónulegum hlutum um mig.

Ef einhver þarf að fá upplýsingar um mig eru reglur um það.

Lesa meira
Valdeflandi

Vald-efling þýðir að gefa meiri völd.

Vald-efling þýðir að færa valdið til fólks sem hefur lítil völd.
Vald-efling styrkir fólk.

Það er oft talað um vald-eflingu fatlaðs fólks.
Þá fær fatlað fólk til dæmis að stjórna meira í eigin lífi.

Lesa meira
Rafræn skilríki

Með rafrænum skilríkjum
færðu aðgang að þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig og enga aðra.

Þú getur til dæmis notað rafræn skilríki
þegar þú sækir um þjónustu
hjá Reykjavíkurborg,
banka eða lækni.


En hvað eru skilríki?

Á skilríkjunum þínum eru upplýsingar um þig
sem sanna hver þú ert.

Þar er til dæmis mynd af þér,
nafnið þitt og afmælis-dagurinn þinn.

Líka aðrar upplýsingar um þig
sem segja öðru fólki
að þú ert í alvöru þú.


Þú getur fengið skilríki
sem þú notar í símanum þínum.

Við köllum þau rafræn skilríki.

Rafræn skilríki eru eins og lykill
sem opnar fyrir þér aðgang
að alls kyns þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig
og enga aðra.


Þú getur notað rafrænu skilríkin þín
til að gera svo margt.

Til dæmis getur þú sótt um fjárhags-aðstoð
og aksturs-þjónustu.

Þú getur sótt um þjónustu hjá Trygginga-stofnun ríkisins (TR).

Þú getur líka talað við lækninn þinn
og margt fleira.


Þú færð rafræn skilríki
hjá síma-fyrirtæki eða í banka.
Þú getur líka farið í fyrirtæki sem heitir Auðkenni.

Rafræn skilríki virka í næstum öllum snjall-símum
og líka í takka-símum.

Lesa meira
MeToo

#MeToo er baráttu-hreyfing kvenna um allan heim.

Þar standa konur (og líka trans konur) saman og segja frá ofbeldi og áreiti sem þær hafa orðið fyrir.

Þessi baráttu-hreyfing er óformleg, þetta er ekki félag eða skipulögð starfsemi.

Hún byrjaði þegar konur fóru að segja frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu orðið fyrir.

Me too þýðir ég líka og fékk baráttan það nafn vegna þess hve margar konur hafa lent í ofbeldi og áreitni.

Baráttan átti sér stað á netinu að miklu leyti og þess vegna er svona # merki fyrir framan me too. Þetta er hashtag eins og það heitir á ensku, eða myllumerki á íslensku. Það er til þess að allir geti merkt sögurnar sínar fyrir aðra til að lesa.

Á Íslandi byrjaði #metoo hreyfingin þegar konur í stjórnmálum sögðu frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu upplifað. Sumar gerðu það nafnlaust, það þýðir að enginn vissi hver átti söguna.

#Metoo hreyfingin hefur haft mikil áhrif á samfélög í heiminum.

Smelltu hér ef þú vilt lesa meira um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki, ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi og þarft að fá aðstoð.

Lesa meira