Orðabanki
-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Dæmi um orð
Skammtíma-dvöl er staður þar sem þú býrð í stuttan tíma eða heimsækir í stuttan tíma. Oftast fara börn og ungmenni í skammtíma-dvöl en stundum fer fullorðið fólk líka.
Þegar talað er um lög er oftast verið að tala um reglur sem Alþingi hefur sett og forseti Íslands staðfest. Til að setja lög leggja þau sem sitja á Alþingi fram frumvörp. Frumvarp í lagalegum skilningi er skjal sem inniheldur tillögur að breytingum á heildarlöggjöfinni og er flutt á lagalegu þingi. Frumvörp geta snúist um það að breyta jafnvel bara einu orði í lögum sem eru til fyrir. Stundum er verið að breyta kafla eða bæta við nýjum köflum. Stundum eru ný lög sett.
Tvíkynhneigð manneskja er hrifin af fólki af mörgum kynjum. Þá er manneskjan ekki bara hrifin af körlum eða konum heldur bæði. Það þýðir ekki að manneskjan sé hrifin af öllu fólki, en hrifningin nær til bæði kvenna og karla.