Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Sjálfstæði

Að ráða sér sjálf eða sjálfur og geta gert það sem þú vilt.

Lesa meira
Örugg / öruggur / öruggt

Sem er hægt að treysta, er traust og er til staðar fyrir okkur.

Að vera örugg getur líka þýtt að við erum ekki hrædd og okkur líður vel.

Lesa meira
Eldgos

Þegar fólk talar um eldgos og jarð-skjálfta
segir fólk stundum jarð-hræring.

Hræring þýðir það sama og hreyfing.

Jarð-hræring þýðir að jörðin sé að hreyfast
og að eitthvað sé að gerast í jörðinni.
Til dæmis eldgos og jarð-skjálfti.


Hvað er eldgos?

Eldgos kemur upp úr jörðinni.

Eldgos er búið til úr sama efni og grjót og steinar.
En djúpt ofan í jörðinni er eldgosið fljótandi
og brennandi heitt.
Eldgos lítur út eins og þykkur grautur
sem er úr glóandi ljósi.

Þessi eld-grautur rennur eins og á
djúpt ofan í jörðinni.
Þegar þessi á finnur leið upp úr jörðinni
segjum við að nú sé byrjað eldgos.

Það sem kemur upp úr jörðinni í eldgosi
er kallað hraun.


Afhverju finnum við jarð-skjálfta
áður en eldgosið byrjar?

Jarðskjálfti er þegar jörðin titrar og hristist.
Jarðskjálfti verður því djúpt ofan í jörðinni
er hraun og gas að troða sér áfram
og finna sér leið upp úr jörðinni.

Þegar hraun og gas treður sér áfram
ýta þau jörðinni til og frá
og hreyfa jörðina.
Þá titrar jörðin og hristist.

Þegar þetta gerist segjum við
að nú sé jarðskjálfti.

Jarðskjálftar geta verið litlir
og þeir geta verið miklir.
Í miklum jarðskjálfta getum við fundið
húsin okkar hristast.
Við getum heyrt glösin í eldhúsinu hristast
og ljósin sveiflast í loftinu.

Okkur getur öllum brugðið þegar það er jarðskjálfti.
Það er eðlilegt að líða allskonar í jarðskjálfta.


Er eldgos og hraun hættulegt?

Eldgos er hættulegt fyrir mannfólk og dýr.

Hraun er brennandi heitt.

Hraun er svo heitt að það brennir jörðina.
Það getur líka brennt skó og bíla.
Það getur brennt hús.
Og það getur skemmt vegi.

Hraun getur líka brennt rör
sem við notum til að senda heitt vatn
í húsin okkar og fyrirtæki.
Þegar hraun brennir þessi rör
kemur ekkert heitt vatn í húsin.

Þegar það var eldgos hjá Grindavík
brenndi hraunið rör fyrir heita vatnið
og fólk í Grindavík fékk ekkert heitt vatn
í húsin sín og fyrirtæki.


Allt fólk þarf að fara varlega hjá eldgosi.

Heitt hraun er mjög hættulegt.
Það getur til dæmis brennt fólk.

Og þegar það kemur eldgos
kemur líka eiturefni upp úr jörðinni
sem er hættulegt að anda að sér.

Þetta eiturefni heitir gas.
Það er ósýnilegt og svífur í loftinu.

Fólk má aldrei anda að sér gasi.

Þess vegna þarf allt fólk að fara varlega.
Líka vísinda-fólk sem er að rannsaka eldgos.


Hvað gerist þegar hraun
kemur upp úr jörðinni?

Þegar hraun kemur upp úr jörðinni
er það fyrst glóandi og brennheitt
og fljótandi.
Hraunið getur lekið upp úr jörðinni
og það getur líka frussast upp úr jörðinni
hátt upp í loft.

Þegar hraun kemur upp úr jörðinni
byrjar það að kólna.
Þegar hraun kólnar er það ekki lengur glóandi
heldur verður það eins og grjót á litinn.
Við segjum að hraun sé að storkna
þegar það kólnar.

En af því að hraun er svo heitt
er það mjög lengi að kólna.
Stundum er það brennandi heitt
í marga mánuði.
Stundum er hraun storknað ofan á
en undir er það brennandi heitt.

Stundum byrjar hraun að storkna
og verður að litlu fjalli.
Þá er fjallið storknað
og upp úr fjallinu lekur glóandi hraun.

Stundum lekur glóandi hraun yfir stórt svæði
og byrjar svo að kólna og storkna.

Á Íslandi hafa verið mjög mörg eldgos.
Þess vegna sjáum við storknað hraun
á mörgum stöðum á Íslandi.

Lesa meira
Lögheimili

Lög-heimili er staðurinn þar sem þú hefur fasta búsetu,
sem þýðir hvar þú býrð.

Lög-heimili er staðurinn þar sem þú ert með heimilið þitt,
þar sem þú sefur og sinnir tómstundum.

Lög-heimili er ekki þar sem þú ert í stuttan tíma
til dæmis ef þú ert í námi, eða í fríi,
eða þegar þú ert annars staðar
vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

15.07.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (námsmat)
28.06.2024
Opið bréf Þroskahjálpar og ÖBÍ til ráðherra og alþingismanna vegna Yazans
27.06.2024
Samstöðufundur með Yasan
26.06.2024
Sumarlokun skrifstofu Þroskahjálpar