Covid reglur á Landspítala í júní 2022
Landspítali setti nýjar COVID reglur
16. júní 2022.
Það er grímuskylda fyrir allt fólk
- Starfsfólk
- Sjúklinga
- Gesti
Það má heimsækja sjúklinga
- Einn gestur má heimsækja í einu
- Fólk má taka með sér aðstoðarmanneskju, ef fólk þarf
- Það er sérstakur heimsóknartími
- Allir gestir eiga að nota grímu
Sjúklingar mega hafa aðstoðarmanneskju
Þetta gildir um sjúklinga sem koma í:
- Viðtal
- Rannsókn
- Læknismeðferð
Fólk sem á að leggjast inn á spítalann
fer í COVID próf.
Spítalinn setur þessar reglur til að vernda veikt fólk
og vernda fólk sem vinnur á spítalanum.