30. nóvember 2024 kjósa Íslendingar þingmenn á Alþingi.
Hér fyrir neðan eru helstu spurningarnar sem þú gætir haft.
Smelltu á spurningu til að lesa eða hlusta á svarið.
Það getur verið gott að lesa öll svörin.
Þú getur hlustað á öll svörin hér:
Á vefsíðunni kosning.is eru allar upplýsingar um Alþingis·kosningarnar.
Hér eru stuttar leiðbeiningar frá Landskjörstjórn:
Má ég kjósa?
Til að mega kjósa 30. nóvember þarft þú að uppfylla 3 skilyrði.
Þau eru:
- Þú ert íslenskur ríkisborgari.
- Þú átt lögheimili á Íslandi.
- Þú ert 18 ára eða eldri.
Býrð þú í útlöndum?
Þú mátt kjósa 30. nóvember ef þú uppfyllir þessi 3 skilyrði:
- Þú ert íslenskur ríkisborgari.
- Það eru minna en 16 ár síðan þú bjóst á Íslandi.
- Þú ert 18 ára eða eldri
Ertu ekki viss um hvort þú megir kjósa?
Spurðu einhvern sem þekkir þig og þú treystir.
Þú getur líka skoðað kjörskrá.
Kjörskrá er listi yfir öll sem mega kjósa.
Í kjörskrá stendur líka hvar fólk á að kjósa.
Til að skoða kjörskrá slærðu kennitöluna þína inn á heimasíðu Þjóðskrár.
Stendur ekkert um þig á heimasíðu Þjóðskrár?
Þá ertu ekki á kjörskrá
Það þýðir að þú mátt ekki kjósa.
Hvar og hvenær á ég að kjósa?
Alþingiskosningar eru 30. nóvember 2024.
Þú kýst eftir því hvar þú ert er skráður á kjörskrá.
Kjörskrá fer eftir því í hvar þú átt lögheimili fimm vikum fyrir kjördag.
Lögheimili er oftast staðurinn þar sem við búum.
Ertu ekki viss um hvar þú átt lögheimili?
Spurðu einhvern sem þekkir þig og þú treystir.
Þú getur líka skoðað kjörskrá.
Í kjörskrá stendur hvar fólk á að kjósa.
Til að skoða kjörskrá slærðu kennitöluna þína inn á heimasíðu Þjóðskrár.
Til þess að kjósa á kjördag þarftu að mæta á kjörstað.
Kjörstaðir eru oftast opnir frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 10 á kvöldin.
Stundum eru kjörstaðir opnir á öðrum tímum.
Sveitarfélagið þitt auglýsir hvenær kjörstaðir eru opnir.
Þú finnur þessar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélaganna.
Sveitarfélagið þitt er bærinn sem þú býrð í.
Til dæmis Reykjavík eða Akureyri.
Hvernig kýs ég?
Á kjörstaðnum
Fyrst mætir þú á þinn kjörstað.
Mörgum kjörstöðum er skipt upp í nokkra hluta.
Hlutarnir kallast kjördeildir.
Þú ert í kjördeildinni sem þín gata er í.
Á flestum kjörstöðum er fólk sem getur hjálpað þér að finna þína kjördeild.
Þú mátt taka einhvern með þér sem þú þekkir og þú treystir til að aðstoða þig.
Á kjördeildinni
Þegar þú kemur inn á þína kjördeild sérðu 3 manneskjur sitja við borð.
Þessar 3 manneskjur eru kjörstjórnin.
Þegar röðin er komin að þér þá segir þú kjörstjórn hvað þú heitir.
Þú þarft líka að sýna kjörstjórn skilríki.
Til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.
Kjörstjórnin merkir við nafnið þitt á kjörskránni.
Svo lætur kjörstjórn þig fá blað sem heitir kjörseðill.
Þú notar kjörseðilinn til að kjósa.
Það gerir þú í kjörklefanum.
Þarft þú spjald með blindraletri til að lesa kjörseðilinn?
Láttu kjörstjórnina vita.
Í kjörklefanum
Kjörklefi er klefi þar sem maður kýs.
Þegar þú kemur inn í kjörklefann skaltu draga tjaldið fyrir.
Það er svo enginn sjái þig kjósa.
Í kjörklefanum á að vera blýantur sem þú notar til að kjósa.
Á kjörseðlinum eru stjórnmála·flokkarnir merktir með bókstaf.
Þú merkir X í kassann fyrir framan bókstaf þess stjórnmála·flokks sem þú ætlar að kjósa.
Þú verður að gera X með blýanti.
Kjörseðilinn lítur nokkurn vegin svona út.
Athugið!
Á þessa mynd vantar kassann sem á að merkja í:
Það má ekki skrifa eða teikna neitt annað á kjörseðilinn.
Þá er kjörseðillinn ekki gildur og atkvæðið þitt verður ekki talið.
Á kjörseðlinum er listi yfir frambjóðendur hvers stjórnmála·flokks.
Stjórnmála·flokkarnir raða frambjóðendunum sjálfir.
Þú getur breytt röðinni hjá þeim stjórnmála·flokki sem þú kýst.
Þú breytir röðinni með því að setja númer fyrir framan nafn á kjörseðli.
Þú setur 1 fyrir framan það nafn sem þú vilt hafa efst.
Þú setur 2 fyrir framan það nafn sem þú vilt hafa næst og svo framvegis.
Þú getur líka strikað yfir nafn frambjóðanda sem þú vilt ekki hafa á listanum sem þú kýst.
Þú þarft ekki að breyta listanum.
Þú getur haft listann bara eins og hann er á kjörseðlinum.
Þegar þú hefur sett X við stjórnmála·flokkinn sem þú ætlar að kjósa brýtur þú kjörseðilinn saman.
Svo ferðu út úr kjörklefanum og tekur kjörseðilinn með þér.
Við kjörkassann
Fyrir utan kjörklefann er kassi fyrir kjörseðla.
Settu þinn kjörseðil í kassann.
Þá hefur þú kosið í Alþingis·kosningunum árið 2024.
Það má enginn sjá hvernig þú kaust.
Get ég fengið aðstoð við að kjósa?
Þú átt rétt á aðstoð við að kjósa.
Þú þarft ekki að segja hvers vegna þú vilt aðstoð.
Kjörstjórn getur aðstoðað þig við að kjósa.
Viltu að kjörstjórn aðstoði þig við að kjósa?
Þá þarftu að biðja kjörstjórn um aðstoð við að kjósa.
Þú getur líka haft eigin aðstoðar·manneskju með þér.
Aðstoðar·manneskjan fyllir þá út sérstakt eyðublað
Aðstoðar·manneskjan þarf að vera 18 ára eða eldri.
Aðstoðar·manneskjan má ekki vera sjálf í framboði.
Aðstoðar·manneskjan má ekki vera mjög skyld frambjóðanda.
Aðstoðar·manneskjan má aðstoða 3 manneskjur í hverjum kosningum.
Aðstoðar·manneskjan má ekki segja neinum hvernig þú kaust.
Aðstoðar·manneskjan má heldur ekki segja frá hvað þið talið um í kjörklefanum.
Hér eru leiðbeiningar frá Landskjörstjórn:
Ég kemst ekki 30. nóvember til að kjósa. Hvað á ég að gera?
Það er hægt að kjósa fyrir 30. nóvember á sérstökum stöðum.
Það kallast að kjósa utan kjörfundar.
Allir mega kjósa utan kjörfundar.
Til dæmis fólk sem er upptekið eða fólk sem vill ekki bíða.
Ef það hentar þér betur mátt þú kjósa utan kjörfundar.
Hvernig kýs ég utan kjörfundar á Íslandi?
Hér er listi yfir hvar og hvenær er hægt að kjósa hjá Sýslu-mönnum: https://island.is/s/syslumenn/kosning-utan-kjoerfundar
Skoðaðu svarið við spurningunni Hvernig kýs ég? til að sjá hvernig þú kýst.
Mundu að hafa með þér skilríki.
Hér eru leiðbeiningar frá Landskjörstjórn:
Hvernig kýs ég utan kjörfundar í útlöndum?
Þú getur kosið á skrifstofu sendiráðs eða á skrifstofu ræðismanns.
Í sumum löndum eru íslensk sendiráð.
Þar er íslenskur sendiherra sem aðstoðar Íslendinga sem búa í landinu.
Í öðrum löndum eru ekki sendiráð.
Þá er sérstakur ræðismaður sem er ekki íslenskur.
Hann á að aðstoða Íslendinga sem búa í landinu.
Lista yfir íslensk sendiráð og ræðismenn má finna hér: https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/
Utanríkis·ráðuneytið skipuleggur kosninguna.
Utanríkis·ráðuneytið auglýsir hvar og hvenær er hægt að kjósa.
Til þess að vita hvar þú átt að kjósa skaltu hafa samband við sendiráð eða skrifstofu ræðismanns.
Til þess að kjósa þarftu að mæta á kjörstað.
Starfsmaður hjá sendiráði eða ræðismanni tekur á móti þér og merkir við þig.
Þú þarft að sýna skilríki.
Skilríki eru til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.
Hér eru leiðbeiningar frá Landskjörstjórn:
Kjördæmi og kjörstaðir
Íslandi er skipt upp í 6 kjördæmi.
- Reykjavík norður
- Reykjavík suður
- Suðvestur·kjördæmi
- Suðurkjördæmi
- Norðaustur·kjördæmi
- Norðvestur·kjördæmi
Þitt kjördæmi fer eftir því hvar lögheimilið þitt er skráð.
Lögheimili er oftast staðurinn þar sem við búum.
Ertu ekki viss um hvar þú átt lögheimili?
Spurðu einhvern sem þekkir þig og þú treystir.
Þú getur líka skoðað kjörskrá.
Í kjörskrá stendur hvar fólk á að kjósa.
Til að skoða kjörskrá slærðu kennitöluna þína inn á heimasíðu Þjóðskrár.