Orðabanki
-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Dæmi um orð
Nauðung þýðir að neyða einhvern til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki.
Í lögum segir að það sé bannað að beita nauðung í samskiptum við fatlað fólk nema það hafi verið gefið leyfi til þess vegna þess að það er neyðar-tilvik. Til dæmis ef fólk ætlar að meiða sig eða aðra.
Að bera virðingu fyrir öðrum þýðir að við erum kurteis við manneskjuna. Við tölum fallega við fólk sem við berum virðingu fyrir. Ef við erum ruddaleg eða dónaleg er talað um virðingar-leysi.
Þegar við berum virðingu fyrir öðru fólki tökum við því eins og það er, þó það sé ólíkt okkur og við séum ekki sammála þeim.
Markmið er það sem þú hefur ákveðið að þú viljir. Markmið er líka ástæða og tilgangur þess sem við erum að gera.
Þegar við setjum okkur markmið erum við að hugsa um af hverju við erum að gera þetta. Stundum er markmið að gera verkefni skemmtilegt. Stundum er markmið að læra eitthvað nýtt.
Til dæmis klárar þú verkefni og lærðir það sem þú vildir. Þá er sagt að þú hafir náð markmiðinu.
Markmið getur verið að læra nýtt tungumál, að gera 10 armbeygjur, útskrifast úr menntaskóla eða hitta vini sína oftar.