-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Intersex einstaklingar fæðast með líkams-einkenni sem eru ekki bara eins og hjá körlum eða konu.
Sumir eru sambland af karli og konu.
Sumir eru hvorki karlar né konu.
Oft sést það um leið og barnið fæðist, en stundum þegar barnið verður kynþroska.
Intersex fólk er hinsegin fólk.
Heimasíða Intersex á Íslandi.
Þegar við spilum fótbolta
getum við líka sagt að við spilum knattspyrnu.
Knöttur þýðir bolti.
Spyrna þýðir að sparka.
Orðið knattspyrna þýðir því boltaspark.
Þetta er Alþingishúsið.
í Alþingis-kosningum.
Það þýðir að á Alþingi eru búin til lög, lögum er breytt
og lög eru tekin úr gildi.
í hvað þessir peningar eru notaðir.
Alþingi vinnur í Alþingis-húsinu við Austurvöll í Reykjavík.
Smelltu hér til að sjá myndband um Alþingi á ungmennavef Alþingis
Veður er það hvernig breytingar verða í loft-hjúpi á jörðinni.
Lofthjúpur er það sem er allt í kringum jörðina.
Lofthjúpurinn er ástæðan fyrir að við getum búið á jörðinni.
Lofthjúpurinn passar okkur frá geislum sem koma frá sólinni og geimnum.
Lofthjúpurinn lætur vera jafnt hitastig á jörðinni.
Ef það væri enginn lofthjúpur gætum við ekki lifað á jörðinni.
Veður er allt sem gerist inni í þessum lofthjúpi.
Veður eru hlutir eins og vindur, eldingar, rigning, snjór, og haglél.
Veður er líka hiti og kuldi.
Við vitum hvernig veðrið er eftir árstíðum í heiminum.
Árstíðirnar eru vetur, vor, sumar og haust.
Veður hefur áhrif á það hvernig okkur líður.
Veður hefur áhrif á það í hvaða föt við förum.
Veður hefur líka áhrif á hvaða mat við borðum, því það er hægt að borða ólíkan mat eftir árstíðum.
Vísindamenn geta skoðað kort og séð hvernig veðrið verður næstu daga og vikur.
Þessir vísindamenn heita veður-fræðingar.