Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Notendasamráð

Notenda-samráð þýðir að sá sem fær þjónustuna, notandinn, tekur virkan þátt í að ákveða hvernig þjónustan á að vera.

Notandi ákveður hvernig þjónustan og stuðningurinn hans á að vera í samráði við forstöðumann og starfsmenn sem aðstoða hann.

Notendasamráð er mjög mikilvægt í þjónustu og er nátengt hugmyndum um lýðræði, mannréttindi, þátttöku og valdeflingu. Hægt er að hafa samráð við einstakling, en líka við hóp fólks, til dæmis fólk sem býr á sama stað.

Lesa meira
Stríð

Stríð er orð sem við notum þegar manneskjur
berjast með vopnum.

Í stríði eru tveir eða fleiri hópar að berjast.
Það eru margar manneskjur í hverjum hópi.

Stríð getur verið á milli landa.
Stríð getur verið á milli tveggja hópa í sama landinu.

Þegar lönd fara í stríð er sagt að löndin sendi herinn sinn í stríð.

Lesa meira
Stuðningsfjölskylda
Stuðnings-fjölskylda er þegar fjölskylda eða manneskja tekur til sín barn eða hittir það reglulega. Tilgangurinn er að aðstoða fötluð börn og ungt fatlað fólk, til dæmis til að gera eitthvað skemmtilegt eða til að foreldrar sem eiga fötluð börn geti hvílt sig.
Lesa meira
Einkarými

Einka-rými er pláss sem er bara mitt. Pláss sem ég hef fyrir mig persónulega.

Einka-rými er til dæmis herbergið mitt eða heimilið mitt.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

24.11.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga
22.11.2022
Nýir talsmenn barna á Alþingi
21.11.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu og lögfestingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatla&
17.11.2022
Landsáætlun um innleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks