Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Aðgengi

Aðgengi getur þýtt möguleiki okkar til að komast á einhvern stað.
Eða að við getum ferðast um án vandræða.

Aðgengi getur líka þýtt hvort við skiljum texta eða gögn.

Aðgengi er til dæmis:

  • lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól
  • punkta-letur fyrir blinda og sjónskerta
  • upplýsingar á auðlesnu máli
  • táknmálstúlkun
  • að geta hlustað á upptöku af fyrirlestri eða kennslustund
Lesa meira
Frístund

Frístund er tími sem er frí frá skyldustörfum.
Til dæmis frí frá skóla eða vinnu.

Í frístund gerum við oft það sem okkur þykir skemmtilegt.

Lesa meira
Skilaboð

Skilaboð þýðir eitthvað sem fólk vill segja við eina aðra manneskju eða margar. Skilaboð eru oftast notuð þegar fólk er ekki á sama stað.

Fólk getur skrifað skilaboð á blað eða sent tölvupóst. Fólk sendir líka skilaboð í SMS og á samskipta-miðlum. Það geta líka verið hljóð-skilaboð eða myndband.
Og stundum réttir manneskja okkur skilaboð frá einhverjum öðrum.

Skilaboð geta verið venjuleg og þau geta verið mjög mikilvæg. Þau geta verið auðskilin eða flókin.
Og skilaboð geta bæði verið falleg og ljót, þau geta gert okkur glöð og þau geta sært okkur.

Sum skilaboð er hægt að sýna öðrum. Það þýðir að margar manneskjur geta séð og lesið skilaboð sem eiga kannski að vera leyndarmál.

Stundum notum við orðið skilaboð um eitthvað sem fólk segir ekki með orðum.
Til dæmis getur manneskja horft á aðra með einhvern svip. Þó manneskjan noti engin orð er hægt að segja að þessi svipur sendi skilaboð.
Fyrirtæki og byggingar eru oft ekki með gott aðgengi fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól. Og snjó er mokað af götunum og settur ofan á gangstéttir svo ekkert fólk getur notað þær.
Þetta eru skilaboð um að fatlað fólk þurfi ekki að komast um.

Lesa meira
Sjálfsákvörðunarréttur

Sjálfs-ákvörðunar-réttur þýðir
að við eigum að fá að ráða sjálf. 

Við eigum að hafa okkar sjálfs-ákvörðunar-rétt
þó að öðru fólki finnist við taka rangar ákvarðanir.

Fatlað fólk má taka slæmar ákvarðanir
alveg eins og ófatlað fólk má gera það.

Fatlað fólk á að fá stuðning til þess
að taka ákvarðanir ef fatlað fólk þarf og vill það.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

19.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögur að endurskoðuðum greinasviðum aðalnámskrár grunnskóla
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, 864. mál
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir (reglugerðarheimild), 772 mál.Umsögn Landssamtakanna Þr
17.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum (tannheilbrigðisþjónusta fyrir börn, aldra&et