Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Trúarbrögð

Trúarbrögð er þegar fólk trúir á guði, verur eða dýrlinga.

Trúarbrögð eru oft með alls kyns reglur
um hvað fólk má segja og hvað fólk má gera.
Líka hvað fólk má borða eða hvað er bannað að borða.

Sum trúarbrögð eru skipulögð,
eins og íslenska þjóðkirkjan eða kaþólska kirkjan.

Sum trúarbrögð eru ó-formleg og ekki skipulögð,
til dæmis trú frumbyggja.

Í sumum trúar-brögðum trúir fólk á einn guð.
Í öðrum trúar-brögðum trúir fólk á marga guði.

Þegar fólk trúir ekki á neina guði eða verur
er stundum sagt að þetta fólk sé trú-laust.

Lesa meira
Her

Í her eru margir hópar af her-mönnum.

Her-maður er manneskja sem er þjálfuð í að berjast í stríði.

Hermaður hefur lært að nota vopn.
Til dæmis byssur og sprengjur.
Og hermaður hefur lært að nota tæki.
Til dæmis flugvél og skriðdreka.

Hermaður er hluti af hópi með öðrum hermönnum.

Oft eru margir hópar
og í hverjum hópi eru margir hermenn.
Saman mynda allir þessir hermenn
það sem við köllum her.

Lesa meira
Þörf / þarfir

Þörf er eitthvað sem er okkur nauðsynlegt.

Dæmi: „Allt fólk hefur þörf fyrir vatn og mat.“

Lesa meira
Leyfi

Leyfi er þegar við megum gera eitthvað
því annað fólk sagði það
eða því það stendur á blaði
að við megum gera það.

Til dæmis þurfum við leyfi
til að keyra bíl.
Það heitir öku-leyfi.

Og við þurfum leyfi
til að selja mat á veitinga-húsi.
Það heitir veitinga-leyfi.


Leyfi er líka notað fyrir frí úr vinnu eða skóla.
Til dæmis sumar-leyfi úr vinnunni
eða vetrar-leyfi úr skólanum.


Leyfi er líka notað þegar fólk getur ekki komið í vinnuna
vegna þess að þau eru veik
eða að jafna sig eftir veikindi eða sjúkdóm.
Líka þegar fólk er á spítala.

Það er kallað veikinda-leyfi.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

16.04.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007 (bifreiðastyrkir), 145. mál
27.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um dánaraðstoð, 771. mál
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta), 728. mál
26.03.2024
Umsögn Landssamtakanna Geðhjálpar og Þroskahjálpar um breytingar á réttindagæslulögum (réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn)