-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þjálfun og önnur aðstoð sem við fáum
eftir veikindi, slys eða eitthvað áfall í lífinu.
Endurhæfing á að hjálpa okkur
að taka þátt í samfélaginu.
Lög-festing er þegar búin eru til lög um hluti.
Alþingi setur lög.
Lög eru reglurnar sem eru í landinu og allt fólk verður að fylgja.
Til dæmis er búið að lög-festa
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Það þýðir að Alþingi hefur ákveðið
að það sem stendur í Barnasáttmálanum eigi að vera lög á Íslandi,
alveg eins og önnur lög sem Alþingi hefur sett.
Fólk sem berst fyrir réttindum fatlaðs fólks
vill láta lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.
Þegar við spilum fótbolta
getum við líka sagt að við spilum knattspyrnu.

Knöttur þýðir bolti.
Spyrna þýðir að sparka.
Orðið knattspyrna þýðir því boltaspark.
Sjálf-ræði er þegar við ráðum okkur sjálf.
Á Íslandi verðum við sjálfráða þegar við verðum 18 ára.
Þá ráðum við til dæmis hvort við giftum okkur.
Þegar við erum með sjálfræði
erum við með réttinn til að ráða sjálf
okkar persónulegu málum.
Sumt fólk missir sjálfræði,
til dæmis ef þau eru mjög veik
og vilja ekki aðstoð sem þau þurfa nauðsynlega.
Þá þarf að taka sjálfræði af fólki til að þau fái þessa nauðsynlegu aðstoð.
Það má bara taka sjálfræði af fólki í stuttan tíma.