-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Kóróna-veiran er veira (vírus) sem getur gert fólk veikt.
Stundum er talað um COVID-19 eða bara COVID.
Þá er líka verið að tala um kóróna-veiruna
Einkenni kóróna-veirunnar eru:
- Hósti
- Hiti
- Beinverkir
- Að finna minni lykt og minna bragð
Þjálfun er þegar okkur er kennt eitthvað nýtt.
Þjálfun er líka þegar við æfum okkur
til að verða betri í einhverju.
Þjálfun er líka svo kunnum áfram það sem við kunnum.
Þegar fólk sér um barn hefur fólkið rétt á að fá pening frá ríkinu.
Þessi peningur er kallaður barnabætur.
Barnabætur eru fyrir foreldra barna og líka fyrir fólk sem sér um barn.
Þegar börnin eru orðin 18 ára hættir ríkið að borga þessar barnabætur.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“
eða „hér er fædd lítil stúlka“.
Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.
Trans kona:
er kona sem var sögð vera strákur þegar hún fæddist.
Trans karl:
er karlmaður sem var sagður vera stúlka þegar hann fæddist.
Trans fólk er hinsegin fólk.
Þetta er fáni trans samfélagsins: