Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Endurhæfing

Þjálfun og önnur aðstoð sem við fáum
eftir veikindi, slys eða eitthvað áfall í lífinu.

Endurhæfing á að hjálpa okkur
að taka þátt í samfélaginu.

Lesa meira
Ofbeldi

Ofbeldi er þegar einhver meiðir okkur eða lætur okkur líða illa.

Allt ofbeldi er bannað.
Það má ekki meiða annað fólk og enginn má meiða okkur.

Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir líkamann okkar.

Kynferðislegt ofbeldi er þegar einhver neyðir okkur
til að gera eitthvað kynferðislegt.
Til dæmis kyssir okkur eða snertir án þess að hafa leyfi frá okkur.

Andlegt ofbeldi er þegar einhver lætur okkur líða illa,
lætur okkur vera hrædd eða lætur okkur skammast okkar.

Ef þú heldur að þú verðir fyrir ofbeldi
skaltu tala við einhvern sem þú treystir.

Það eru til samtök sem hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldi.
Til dæmis Stígamót, Bjarkarhlíð og Kvenna-athvarfið.

Ef við erum hrædd eða í hættu skulum við hringja í neyðarlínuna í síma 112.

Lesa meira
Samráð

Samráð er þegar við tökum ákvörðun saman
og hlustum á skoðanir hvers annars.

Samráð getur til dæmis verið:
þegar stjórnvöld tala við fatlað fólk
til að fá að heyra skoðanir þeirra
og um þeirra lífsreynslu til að taka góðar ákvarðanir.

Stjórnvöld eiga að hafa samráð við fatlað fólk.

Lesa meira
Leiðbeiningar

Leið-beiningar eru upplýsingar sem hjálpa okkur
að leysa verkefni eða nota eitthvað.

Við getum fengið leiðbeiningar á blaði og í tölvu.
Leiðbeiningar geta verið texti og myndir og teikningar.
Við getum fengið leiðbeiningar í tölvu.
Til dæmis myndband og upplestur og tónlist.
Líka vefsíða sem við smellum á.

Við getum líka fengið leiðbeiningar frá öðru fólki.
Þau geta talað við okkur og útskýrt hvað við eigum að gera.
Stundum gefur annað fólk okkur leiðbeiningar í gegnum síma.

Dæmi um leiðbeiningar:
Þegar við kaupum borð í IKEA
þurfum við sjálf að setja borðið-saman.
Við fáum borðið í stórum kassa
og í kassanum er líka blað með myndum.
Þetta blað sýnir hvernig við getum sett hilluna saman.
Þetta blað er dæmi um leiðbeiningar.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

25.06.2024
Breytingar á örorkulífeyriskerfinu samþykktar á Alþingi
24.06.2024
Þroskahjálp fagnar stofnun Mannréttindastofnunar Íslands
24.06.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um heildstæða stefnumótun fullnustumála (Grænbók)
18.06.2024
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um hvítbók í málefnum inflytjenda