Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Einangraður

Einangraður þýðir að þú sért oft einn og hittir fáa. 

Lesa meira
Lög

Þegar talað er um lög er oftast verið að tala um reglur sem Alþingi hefur sett og forseti Íslands staðfest. Til að setja lög leggja þau sem sitja á Alþingi fram frumvörp. Frumvarp í lagalegum skilningi er skjal sem inniheldur tillögur að breytingum á heildarlöggjöfinni og er flutt á lagalegu þingi. Frumvörp geta snúist um það að breyta jafnvel bara einu orði í lögum sem eru til fyrir. Stundum er verið að breyta kafla eða bæta við nýjum köflum. Stundum eru ný lög sett.

Lesa meira
Sumardvöl

Staður þar sem þú ferð um sumar þér til ánægju, til að gera eitthvað skemmtilegt eða breyta til. Til dæmis sumarbúðir.

Lesa meira
MeToo

#MeToo er baráttu-hreyfing kvenna um allan heim.

Þar standa konur (og líka trans konur) saman og segja frá ofbeldi og áreiti sem þær hafa orðið fyrir.

Þessi baráttu-hreyfing er óformleg, þetta er ekki félag eða skipulögð starfsemi.

Hún byrjaði þegar konur fóru að segja frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu orðið fyrir.

Me too þýðir ég líka og fékk baráttan það nafn vegna þess hve margar konur hafa lent í ofbeldi og áreitni.

Baráttan átti sér stað á netinu að miklu leyti og þess vegna er svona # merki fyrir framan me too. Þetta er hashtag eins og það heitir á ensku, eða myllumerki á íslensku. Það er til þess að allir geti merkt sögurnar sínar fyrir aðra til að lesa.

Á Íslandi byrjaði #metoo hreyfingin þegar konur í stjórnmálum sögðu frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu upplifað. Sumar gerðu það nafnlaust, það þýðir að enginn vissi hver átti söguna.

#Metoo hreyfingin hefur haft mikil áhrif á samfélög í heiminum.

Smelltu hér ef þú vilt lesa meira um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki, ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi og þarft að fá aðstoð.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

16.05.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur
16.05.2022
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um sorgarleyfi
13.05.2022
Bæklingur fyrir kosningarnar 14. maí
13.05.2022
Skýrsla um heildarendurskoðun á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir