Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Ríkisstjórn

Á Íslandi kjósum við stjórnmálaflokka í Alþingis-kosningum.
Eftir kosningar er mynduð ríkisstjórn af þeim flokkum sem ákveða að vinna saman á Alþingi.
Þeir þurfa að hafa meira en helming þingmanna til að hafa fleiri atkvæði í þinginu.
Flokkarnir sem ekki eru í ríkisstjórn eru í minnihluta eða stjórnar-andstöðu.
Í ríkisstjórn sitja ráðherrar sem stjórna í ákveðnum málefnum. Til dæmis umhverfis-ráðherra sem ber ábyrgð á öllum málum sem snerta umhverfi, loftslags-mál og auðlindir.

Lesa meira
Persónulegur talsmaður

Ef þú átt erfitt með að segja hvað þú vilt og hvað þér finnst getur þú fengið persónulegan talsmann. Persónulegur talsmaður þekkir þig og skilur hvað þú þarft og hvað þú vilt.

Þú hefur áhrif á allar ákvarðanir og ræður hvort þú samþykkir eða ekki. Persónulegur talsmaður þinn á að gera allt í samráði við þig.

Lesa meira
Trúarbrögð
Trúarbrögð er þegar fólk trúir á guði, verur eða dýrlinga. Sum trúarbrögð eru skipulögð, eins og íslenska þjóðkirkjan eða kaþólska kirkjan. Sum trúarbrögð eru óformleg og ekki skipulögð, til dæmis trú frumbyggja. Sumir trúa á einn guð, aðrir á marga guði. Sumir trúa ekki á neina guði eða verur og eru þau þá sögð trú-laus.
Lesa meira
MeToo

#MeToo er baráttu-hreyfing kvenna um allan heim.

Þar standa konur (og líka trans konur) saman og segja frá ofbeldi og áreiti sem þær hafa orðið fyrir.

Þessi baráttu-hreyfing er óformleg, þetta er ekki félag eða skipulögð starfsemi.

Hún byrjaði þegar konur fóru að segja frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu orðið fyrir.

Me too þýðir ég líka og fékk baráttan það nafn vegna þess hve margar konur hafa lent í ofbeldi og áreitni.

Baráttan átti sér stað á netinu að miklu leyti og þess vegna er svona # merki fyrir framan me too. Þetta er hashtag eins og það heitir á ensku, eða myllumerki á íslensku. Það er til þess að allir geti merkt sögurnar sínar fyrir aðra til að lesa.

Á Íslandi byrjaði #metoo hreyfingin þegar konur í stjórnmálum sögðu frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu upplifað. Sumar gerðu það nafnlaust, það þýðir að enginn vissi hver átti söguna.

#Metoo hreyfingin hefur haft mikil áhrif á samfélög í heiminum.

Smelltu hér ef þú vilt lesa meira um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki, ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi og þarft að fá aðstoð.

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

1.07.2022
Landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks
1.07.2022
AUÐLESIÐ ' Stjórn Þroskahjálpar óánægð með samninga sveitarstjórna
1.07.2022
Málefnasamningar sveitarstjórna mikil vonbrigði
29.06.2022
Síðsumarfrí Reykjadals