Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Kjörskrá

Þegar það eru kosningar á Íslandi
er listi sem sýnir hvaða fólk má kjósa
og hvar þetta fólk fer að kjósa.

Þessi listi er kallaður kjör-skrá.

Þú ert á kjör-skrá þar sem þú átt lög-heimili 5 vikum fyrir kjör-dag.

Til dæmis:
Ef þú átt heima í Hafnarfirði ferð þú að kjósa í Suðvestur-kjördæmi.

Þú getur fundið upplýsingar á netinu
til að sjá hvar þú ert á kjör-skrá.

Lesa meira
Nauðung

Þegar manneskja er neydd til að gera eitthvað
sem hún vill ekki, er það kallað nauðung.

Í lögum stendur að það er bannað
að beita nauðung í samskiptum við fatlað fólk
nema það hafi verið gefið sérstakt leyfi
vegna þess að það er neyðar-tilvik.

Neyðar-tilvik er til dæmis ef fólk ætlar að meiða sig
eða aðra.

Lesa meira
Skilaboð

Skilaboð þýðir eitthvað sem fólk vill segja við eina aðra manneskju eða margar. Skilaboð eru oftast notuð þegar fólk er ekki á sama stað.

Fólk getur skrifað skilaboð á blað eða sent tölvupóst. Fólk sendir líka skilaboð í SMS og á samskipta-miðlum. Það geta líka verið hljóð-skilaboð eða myndband.
Og stundum réttir manneskja okkur skilaboð frá einhverjum öðrum.

Skilaboð geta verið venjuleg og þau geta verið mjög mikilvæg. Þau geta verið auðskilin eða flókin.
Og skilaboð geta bæði verið falleg og ljót, þau geta gert okkur glöð og þau geta sært okkur.

Sum skilaboð er hægt að sýna öðrum. Það þýðir að margar manneskjur geta séð og lesið skilaboð sem eiga kannski að vera leyndarmál.

Stundum notum við orðið skilaboð um eitthvað sem fólk segir ekki með orðum.
Til dæmis getur manneskja horft á aðra með einhvern svip. Þó manneskjan noti engin orð er hægt að segja að þessi svipur sendi skilaboð.
Fyrirtæki og byggingar eru oft ekki með gott aðgengi fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól. Og snjó er mokað af götunum og settur ofan á gangstéttir svo ekkert fólk getur notað þær.
Þetta eru skilaboð um að fatlað fólk þurfi ekki að komast um.

Lesa meira
Flóttafólk

Flótta-fólk þýðir það sama og flótta-maður.
Flóttamaður er manneskja sem flýr landið sitt og er komin í nýtt land.

Fólk flýr landið sitt vegna þess að það þarf að fara á öruggari stað.
Stundum er mikil fátækt og lítill matur í landinu.
Stundum er landið hættulegt.
Þar getur verið ofbeldi eða stríð.

Sumt flóttafólk kemur slasað eða mjög veikt.

Flóttafólk eru börn, unglingar, fullorðið fólk og gamalt fólk.
Líka fatlað fólk.

Lög og reglur segja að allt flóttafólk hafi mannréttindi.
Allt flóttafólk hefur rétt á að búa á öruggum stað.

Lesa meira