Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Félagsþjónusta
Félags-þjónusta sveitarfélaga á að tryggja að íbúar hafi fjárhagslegt öryggi og félagslegt öryggi. Hún á að stuðla að velferð íbúa. Það þýðir að öllum líði vel. Félags-þjónustan er fjölbreytt þjónusta fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Lögð er áhersla á þau mál sem snerta börn, ungt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk. Sveitarfélag á að veita stuðning og ráðgjöf.
Lesa meira
Ráðgjöf

Ráðgjöf er líka kölluð ráð eða ráðlegging.
Það eru leiðbeiningar eða hugmynd um hvernig við getum leyst eitthvað verkefni.

Góð ráðgjöf getur líka hjálpað okkur að velja bestu leiðina.

Lesa meira
Pútín

Andlitsmynd af Pútín

Vladímír Pútín er forseti í Rússlandi. 
Hann er oftast kallaður Pútín, þegar við tölum um hann og þegar við hlustum á fréttir.
Pútín er fæddur árið 1952.
Hann hefur verið bæði forsætis-ráðherra og forseti í Rússlandi í mörg ár.

 

 

 

 

Lesa meira
Aðgengi

Aðgengi getur þýtt möguleiki okkar til að komast á einhvern stað. Eða að við getum ferðast um án vandræða.

Aðgengi getur líka átt við um hvort við skiljum til dæmis texta eða gögn.

Aðgengi er til dæmis:

  • lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól
  • blindra-letur fyrir blinda og sjónskerta
  • upplýsingar á auðlesnu máli
  • táknmálstúlkun
Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

28.01.2023
Tækni og fötlun: Pósthúsið.
27.01.2023
Minningardagur um helförina: Helförin og fatlað fólk
26.01.2023
Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um áform um frumvarp til laga um gagnaöflun um farsæld barna
26.01.2023
Umsögn Þroskahjálpar um stafrænt pósthólf - nánari ákvæði um framkvæmd