Fara í efni
Lesefni - undirsíður
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!

Dæmi um orð

Mannréttindi

Réttindi sem við öll eigum að hafa alltaf og alls staðar, sama hver við erum eða hvernig við erum. Þú átt sömu réttindi og allir aðrir. Sama þó þú þurfir til dæmis aðstoð, getir ekki lesið eða skrifað, hafir annan húðlit, elskir manneskju af sama kyni, sért fatlaður eða talir annað tungumál en íslensku.

Lesa meira
Skilaboð

Skilaboð þýðir eitthvað sem fólk vill segja við eina aðra manneskju eða margar. Skilaboð eru oftast notuð þegar fólk er ekki á sama stað.

Fólk getur skrifað skilaboð á blað eða sent tölvupóst. Fólk sendir líka skilaboð í SMS og á samskipta-miðlum. Það geta líka verið hljóð-skilaboð eða myndband.
Og stundum réttir manneskja okkur skilaboð frá einhverjum öðrum.

Skilaboð geta verið venjuleg og þau geta verið mjög mikilvæg. Þau geta verið auðskilin eða flókin.
Og skilaboð geta bæði verið falleg og ljót, þau geta gert okkur glöð og þau geta sært okkur.

Sum skilaboð er hægt að sýna öðrum. Það þýðir að margar manneskjur geta séð og lesið skilaboð sem eiga kannski að vera leyndarmál.

Stundum notum við orðið skilaboð um eitthvað sem fólk segir ekki með orðum.
Til dæmis getur manneskja horft á aðra með einhvern svip. Þó manneskjan noti engin orð er hægt að segja að þessi svipur sendi skilaboð.
Fyrirtæki og byggingar eru oft ekki með gott aðgengi fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól. Og snjó er mokað af götunum og settur ofan á gangstéttir svo ekkert fólk getur notað þær.
Þetta eru skilaboð um að fatlað fólk þurfi ekki að komast um.

Lesa meira
Intersex

Intersex einstaklingar fæðast með líkams-einkenni sem eru ekki bara eins og hjá körlum eða konu.

Sumir eru sambland af karli og konu.

Sumir eru hvorki karlar né konu.

Oft sést það um leið og barnið fæðist, en stundum þegar barnið verður kynþroska.

Intersex fólk er hinsegin fólk. 
Heimasíða Intersex á Íslandi.

Lesa meira
Pútín

Andlitsmynd af Pútín

Vladímír Pútín er forseti í Rússlandi. 
Hann er oftast kallaður Pútín, þegar við tölum um hann og þegar við hlustum á fréttir.
Pútín er fæddur árið 1952.
Hann hefur verið bæði forsætis-ráðherra og forseti í Rússlandi í mörg ár.

 

 

 

 

Lesa meira

Fréttir frá Þroskahjálp

17.08.2022
Með okkar augum aftur á skjánum
15.08.2022
Umsögn landssamtakanna Geðhjálpar og Þroskahjálpar um frumvarp til laga um framkvæmd öryggisráðstafana og öryggisvistunar
9.08.2022
Fjölgun atvinnutækifæra ungs fólks með þroskahömlun
4.08.2022
Gleðilega hinsegin daga!