-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
#MeToo er baráttu-hreyfing kvenna um allan heim.
Þar standa konur (og líka trans konur) saman og segja frá ofbeldi og áreiti sem þær hafa orðið fyrir.
Þessi baráttu-hreyfing er óformleg, þetta er ekki félag eða skipulögð starfsemi.
Hún byrjaði þegar konur fóru að segja frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu orðið fyrir.
Me too þýðir ég líka og fékk baráttan það nafn vegna þess hve margar konur hafa lent í ofbeldi og áreitni.
Baráttan átti sér stað á netinu að miklu leyti og þess vegna er svona # merki fyrir framan me too. Þetta er hashtag eins og það heitir á ensku, eða myllumerki á íslensku. Það er til þess að allir geti merkt sögurnar sínar fyrir aðra til að lesa.
Á Íslandi byrjaði #metoo hreyfingin þegar konur í stjórnmálum sögðu frá ofbeldinu og áreitinu sem þær höfðu upplifað. Sumar gerðu það nafnlaust, það þýðir að enginn vissi hver átti söguna.
#Metoo hreyfingin hefur haft mikil áhrif á samfélög í heiminum.
Vald-efling þýðir að gefa meiri völd.
Vald-efling þýðir að færa valdið til fólks sem hefur lítil völd.
Vald-efling styrkir fólk.
Það er oft talað um vald-eflingu fatlaðs fólks.
Þá fær fatlað fólk til dæmis að stjórna meira í eigin lífi.
Trúarbrögð er þegar fólk trúir á guði, verur eða dýrlinga.
Trúarbrögð eru oft með alls kyns reglur
um hvað fólk má segja og hvað fólk má gera.
Líka hvað fólk má borða eða hvað er bannað að borða.
Sum trúarbrögð eru skipulögð,
eins og íslenska þjóðkirkjan eða kaþólska kirkjan.
Sum trúarbrögð eru ó-formleg og ekki skipulögð,
til dæmis trú frumbyggja.
Í sumum trúar-brögðum trúir fólk á einn guð.
Í öðrum trúar-brögðum trúir fólk á marga guði.
Þegar fólk trúir ekki á neina guði eða verur
er stundum sagt að þetta fólk sé trú-laust.
Í lífinu heyrum við oft að sumt er konu-legt og annað karla-legt.
Þessi skilaboð eru ekki um líkamlegt kyn eða líf-fræði.
Skilaboðin eru það sem samfélagið segir að passi við konur,
og það sem passi við karla.
Til dæmis að sum störf séu bara fyrir konur
og önnur störf séu bara fyrir karla.
Það eru líka áhugamál og föt
sem við heyrum að séu bara fyrir annað kynið
og ekki fyrir hitt.
Til dæmis bara fyrir konur og ekki fyrir karla.
Við getum heyrt svona frá fólki
eða lesið þessi skilaboð á vefsíðu.
Þessi skilaboð geta líka verið í bíómyndum
og í tölvuleikjum.
Þá getur konum og körlum liðið eins og
þau megi bara gera suma hluti
og megi ekki gera aðra hluti.
Við köllum þetta kyn-gervi.
Kyngervi er það sem konur og karlar gera
af því að þau heyra að þannig geri konur
og þannig geri karlar.