Fara í efni

Ofbeldi

Ofbeldi gegn fötluðu fólki er algengt og alvarlegt vandamál.

Á þessari síðu er sagt frá því hvað ofbeldi er og hvernig það getur verið.
Þér er líka sagt hvernig þú getur fengið hjálp.

Hvað er ofbeldi?

 • Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa.

 • Líkamlegt ofbeldi er þegar einhver meiðir þig, hrindir þér, klípur eða sparkar í þig.

 • Kynferðislegt ofbeldi er það þegareinhver neyðir þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera eða káfar á þér. Það þýðir að snertir þig á kynferðislegan hátt þegar þú vilt það ekki.

 • Ofbeldi getur líka verið að neita þér um aðstoð sem þú þarft nauðsynlega.

Ofbeldi gegn fötluðu fólki

 • Fatlaðar konur eru í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi heldur en fatlaðir karlar og ófatlaðar konur.

 • Fötluð börn eru líka í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi en ó-fötluð börn.

 • Stundum getur verið erfitt að skilja hvað ofbeldi er.

 • Það getur líka verið erfitt að viðurkenna að einhver hafi verið vondur við mann og beitt mann ofbeldi.

Hvað get ég gert ef ég verð fyrir ofbeldi eða hef orðið fyrir ofbeldi?

 • Það er hægt að hringja eða senda skilaboð til lögreglu í síma 112.

 • Á spítalanum í Fossvogi er neyðar-móttaka fyrir fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er mikilvægt að fara sem fyrst eftir ofbeldið þangað.

 • Stígamót hjálpa fólk sem hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi að líða betur, en oft finna þeir sem verða fyrir ofbeldi fyrir slæmum tilfinningum eins og til dæmis skömm og kvíða.

 • Drekaslóð hjálpar fólki sem orðið hefur fyrir ofbeldi eða einelti.

 • Aflið er á Akureyri. Það eru samtök sem sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi eða heimilisofbeldi.

 • Kvennaathvarfið er hús þar sem konur og börn geta fengið að búa í stuttan tíma ef það er ofbeldi á heimili þeirra.

 • Bjarkarhlíð taka á móti þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þar er hægt að fá stuðning og góð ráð.

 Hér er hægt að lesa bækling um ofbeldi sem heitir Verum örugg. Hann er á auðlesnu máli.

Hér er hægt að lesa bækling um ofbeldi gegn fötluðum konum frá Háskóla Íslands. Hann er á auðlesnu máli.

Heimild: Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir og Rannveig Traustadóttir, „Ofbeldi gegn fötluðum konum“, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum (2015).