Fara í efni

Rafræn skilríki: hvað er það?

Með rafrænum skilríkjum
færðu aðgang að þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig og enga aðra.

Þú getur til dæmis notað rafræn skilríki
þegar þú sækir um þjónustu
hjá Reykjavíkurborg,
banka eða lækni.


En hvað eru skilríki?

Á skilríkjunum þínum eru upplýsingar um þig
sem sanna hver þú ert.

Þar er til dæmis mynd af þér,
nafnið þitt og afmælis-dagurinn þinn.

Líka aðrar upplýsingar um þig
sem segja öðru fólki
að þú ert í alvöru þú.


Þú getur fengið skilríki
sem þú notar í símanum þínum.

Við köllum þau rafræn skilríki.

Rafræn skilríki eru eins og lykill
sem opnar fyrir þér aðgang
að alls kyns þjónustu og upplýsingum
sem eru bara fyrir þig
og enga aðra.


Þú getur notað rafrænu skilríkin þín
til að gera svo margt.

Til dæmis getur þú sótt um fjárhags-aðstoð
og aksturs-þjónustu.

Þú getur sótt um þjónustu hjá Trygginga-stofnun ríkisins (TR).

Þú getur líka talað við lækninn þinn
og margt fleira.


Þú færð rafræn skilríki
hjá síma-fyrirtæki eða í banka.
Þú getur líka farið í fyrirtæki sem heitir Auðkenni.

Rafræn skilríki virka í næstum öllum snjall-símum
og líka í takka-símum.