-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Þegar þú hefur heyrt um eitthvað eða skilur það, er sagt að þú hafir þekkingu á því. Þekking getur verið um fólk og upplýsingar og hvaða aðferðir við notum. Þekking er líka um hluti og tækni.
Við fáum meiri þekkingu með því að lesa og æfa okkur og gera rannsóknir. Og þegar við stundum nám eða vinnu.
Vald-efling er þegar manneskja fær stjórn yfir lífi sínu og aðstæðum.
Mannréttindi okkar er að við getum tekið eigin ákvarðanir.
Til dæmis um nám, vinnu og einkalíf.
Líka um þjónustu sem við nýtum okkur.
Valdefling eykur sjálfstæði okkar og hjálpar okkur að læra um réttindi okkar.
Þannig er valdefling mikilvæg fyrir sterka sjálfs-virðingu og sjálfs-mynd.
Sumt fólk upplifir sig hvorki sem stráka og stelpur.
Þau upplifa sig utan kynja-kerfisins.
Sumt kynsegin fólk kýs að nota ekki „hann“ eða „hún“.
Þau vilja hlutlaus orð eins og „hán“ eða „héð“.
Það er persónulegt val alls fólks hvaða orð þau nota um sig.
Við verðum alltaf að virða það.
Ef fólk notar hlutlaus orð þá nota þau hvorugkyn.
Til dæmis segja þau: „Ég er svangt“
en ekki „Ég er svangur“ eða „Ég er svöng“.
Alveg eins og við segjum „Barnið er svangt“.
Fólk sem er kynsegin er hinsegin fólk.
Þegar manneskja er neydd til að gera eitthvað
sem hún vill ekki, er það kallað nauðung.
Í lögum stendur að það er bannað
að beita nauðung í samskiptum við fatlað fólk
nema það hafi verið gefið sérstakt leyfi
vegna þess að það er neyðar-tilvik.
Neyðar-tilvik er til dæmis ef fólk ætlar að meiða sig
eða aðra.