Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Brjóta á

Að brjóta á manneskju þýðir að vera vond við manneskjuna.

Til dæmis með því að brjóta reglur í samskiptum við manneskjuna
eða bregðast trausti hennar.

Sjá þessa orðskýringu: ofbeldi.

Lesa meira
COVID-19

Kóróna-veiran er veira (vírus) sem getur gert fólk veikt.

Stundum er talað um COVID-19 eða bara COVID.
Þá er líka verið að tala um kóróna-veiruna

Einkenni kóróna-veirunnar eru:

  • Hósti
  • Hiti
  • Beinverkir
  • Að finna minni lykt og minna bragð
Lesa meira
Hinsegin

Orðið hinsegin er sagt um fólk
sem finnst það ekki passa
við það sem sam-félagið segir
um kyn, kynvitund eða kynhneigð.

Hér eru dæmi um hvenær við notum orðið hinsegin:

  • Þegar karl elskar annan karl.
    Það heitir að vera hommi eða samkynhneigður.
  • Þegar kona elskar aðra konu.
    Það heitir að vera lesbía eða samkynhneigð.
  • Þegar manneskja elskar bæði konur og karla.
    Þá er manneskjunni sama um kyn þeirra sem hún elskar.
    Það heitir að vera tví-kynhneigð eða pan-kynhneigð.

Orðið hinsegin er líka notað um trans fólk.
Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.
Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“ eða „hér er fædd lítil stúlka“.

Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.

Að vera trans er kallað að vera kynsegin.


Samtökin 78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi.

Regnboginn er tákn fyrir hinsegin samfélagið.
Fólk setur oft upp regnboga-fánar til að styðja hinsegin fólk.

Lesa meira
Höfuðborgarsvæðið

Höfuðborgar-svæðið er orð sem við notum
þegar við tölum um Reykjavík
og alla bæina sem eru í kringum Reykjavík. 

Höfuðborgarsvæðið er:

  • Reykjavík
  • Kópavogur
  • Hafnarfjörður
  • Garðabær
  • Mosfellsbær
  • Seltjarnarnes
  • Kjós
Lesa meira