Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Samráð

Samráð er þegar við tökum ákvörðun saman
og hlustum á skoðanir hvers annars.

Samráð getur til dæmis verið:
þegar stjórnvöld tala við fatlað fólk
til að fá að heyra skoðanir þeirra
og um þeirra lífsreynslu til að taka góðar ákvarðanir.

Stjórnvöld eiga að hafa samráð við fatlað fólk.

Lesa meira
Afkomandi

Allt sem er lifandi er afkomandi einhvers.
Afkomendur geta fæðst eða vaxið.

Barn sem fæðist er afkomandi foreldra sinna.
Foreldar barnsins eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru ömmur og afar.
Ömmur og afar eru afkomendur sinna foreldra,
sem eru lang-ömmur og lang-afar.

Lang-ömmur og lang-afar eru líka afkomendur,
og svona heldur það áfram
því allt fólk er afkomandi einhvers.

Og barnið er þá afkomandi alls þessa fólks, lengst aftur í tímann.

 

Við notum orðið afkvæmi þegar við tölum um dýr og plöntur.
Afkvæmi þýðir það sama og afkomandi.
Kettlingar eru afkvæmi, líka uglu-ungar
og hvala-kálfar.
Þegar lítil planta vex út frá stórri plöntu
er litla plantan afkvæmi.

Við tökum fræ úr jarðarberi og setjum það í mold.
Plantan sem vex upp úr moldinni er afkvæmi þessa jarðarbers.
Ef það vaxa fleiri plöntur frá nýju plöntunni
eru þær allar afkvæmi sama gamla jarðar-bersins.
Og það jarðar-ber er líka afkvæmi
því einu sinni var það pínu-lítið á annarri plöntu.

Lesa meira
Fjárræði

Fjár-ræði þýðir að við ráðum sjálf fjár-málum okkar.

Þá er stundum sagt að við séum að „fara með peningana okkar“.

Lesa meira
Herbergjasambýli

Herbergja-sambýli er þegar fatlað fólk býr ekki í eigin íbúð. 

Í herbergja-sambýli fær fatlað fólk bara herbergi til umráða.
Í herbergja-sambýli eru mörg herbergi
og margt fólk notar eldhús og aðstöðu saman.

Herbergja-sambýli eru úrelt.
Fatlað fólk á að búa í betra húsnæði.

Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir
stendur að það eigi að bjóða fólki
sem býr núna á herbergja-sambýli
að flytja í íbúðir.

Allt fólk hefur rétt á að búa eins og það vill.

Lesa meira