Fara í efni
  • Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Lesefni - undirsíður

Dæmi um orð

Einkastaðir

Einka-staðir okkar eru á líkamanum.
Einka-staðir eru rass, typpi, píka, brjóst.
Til dæmis ná sund-fötin okkar yfir einka-staðina.

Við eigum okkar líkama sjálf.
Við eigum einka-staðina og við eigum allt hitt á líkama okkar.
Við eigum hárið, axlir, hné, tær, nef, bak, munninn, tennurnar, tunguna.
Við eigum alla húðina, andlitið, hendur og fætur.
Við eigum líkamann okkar.

Við ráðum hvort einhver snerti okkur.
Við ráðum hvar einhver snertir okkur.
Við ráðum hvort einhver megi byrja að snerta okkur
og við ráðum hvenær einhver á að hætta því.

Allt fólk ræður því sjálft hvort einhver snerti það.
Það þýðir að við megum ekki snerta annað fólk nema það leyfi okkur það fyrst.

Lesa meira
Aðgengi

Aðgengi getur þýtt möguleiki okkar til að komast á einhvern stað.
Eða að við getum ferðast um án vandræða.

Aðgengi getur líka þýtt hvort við skiljum texta eða gögn.

Aðgengi er til dæmis:

  • lyftur og rampar fyrir fólk sem á erfitt með að labba eða notar hjólastól
  • punkta-letur fyrir blinda og sjónskerta
  • upplýsingar á auðlesnu máli
  • táknmálstúlkun
  • að geta hlustað á upptöku af fyrirlestri eða kennslustund
Lesa meira
Trans fólk

Trans er notað um fólk sem upplifir sig ekki af því kyni
sem fólkið var sagt vera þegar það fæddist.

Þegar við fæðumst segir fólk:
„Hér er fæddur lítill drengur“
eða „hér er fædd lítil stúlka“.

Trans fólk upplifir að kynið sem þau voru sögð vera er ekki rétt.

Trans kona:
er kona sem var sögð vera strákur þegar hún fæddist.

Trans karl:
er karlmaður sem var sagður vera stúlka þegar hann fæddist.

Trans fólk er hinsegin fólk.

Þetta er fáni trans samfélagsins:

Lesa meira
Knattspyrna

Þegar við spilum fótbolta
getum við líka sagt að við spilum knattspyrnu.

Knöttur þýðir bolti.
Spyrna þýðir að sparka.
Orðið knattspyrna þýðir því boltaspark.

Lesa meira