-
Þú átt rétt á upplýsingum á máli sem þú skilur!
Orðabanki
Dæmi um orð
Stríð er orð sem við notum þegar manneskjur
berjast með vopnum.
Í stríði eru tveir eða fleiri hópar að berjast.
Það eru margar manneskjur í hverjum hópi.
Stríð getur verið á milli landa.
Stríð getur verið á milli tveggja hópa í sama landinu.
Þegar lönd fara í stríð er sagt að löndin sendi herinn sinn í stríð.
Vald-efling er þegar manneskja fær stjórn yfir lífi sínu og aðstæðum.
Mannréttindi okkar er að við getum tekið eigin ákvarðanir.
Til dæmis um nám, vinnu og einkalíf.
Líka um þjónustu sem við nýtum okkur.
Valdefling eykur sjálfstæði okkar og hjálpar okkur að læra um réttindi okkar.
Þannig er valdefling mikilvæg fyrir sterka sjálfs-virðingu og sjálfs-mynd.
Mann-réttindi eru réttindi alls fólks í heiminum.
Þetta eru réttindi sem þú átt að hafa alltaf og alls staðar.
Sama hver þú ert og sama hvernig þú ert.
- Sama þó þú þurfir aðstoð
- Sama þó þú getir ekki lesið eða skrifað
- Sama þó þú hafir annan húðlit
Þú átt sömu réttindi og allt annað fólk.
- Sama þó þú elskir manneskju af sama kyni
- Sama þú þú sért fötluð
- Sama þó þú talir annað tungumál en íslensku
Þegar fólk sér um barn hefur fólkið rétt á að fá pening frá ríkinu.
Þessi peningur er kallaður barnabætur.
Barnabætur eru fyrir foreldra barna og líka fyrir fólk sem sér um barn.
Þegar börnin eru orðin 18 ára hættir ríkið að borga þessar barnabætur.